Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 15

Æskan - 01.03.1943, Blaðsíða 15
ÆSKAN gegnum annan skóla, Stefánsskólann, sem áður er nefndur. Félaus var hún, en vann fyrir vistinni með þvi að starfa sem þjónustustúlka samhliða náminu. Sumar skólasystur liennar, sem í þá daga fleygðu í hana aflóa flíkum, er þær vildu ekki nýta lengur, og' litu niður á hana fyrir öskubusku- störfin, segja nú, þegar tilrætt verður um liana: „Joan Crawford? .Tá, ælli ég þekki hana ekki. Við erum skólasystur og perluvinur." Nú var það óskadraumur hennai- að verða dans- mær. Allt í einu bauðst henni dansmeyjarstarf hjá farandleikflokki, og hún tólc þvi tveim hönd- um, þótti nú g'æfan hrosa við sér. En hálfum mán- uði siðar varð fyrirtækið gjaldþrota, og hún stóð uppi félaus í framandi horg. Gafst hún upp við svo búið? 0, ekki alveg'. Hún fékk lánað fyrir farmiða heim til sín. Og nú vann hún og vann og sp'araði saman og nurlaði. Einn góðan veðurdag hélt hún svo til stórborgarinnar Cliicago. Þegar hún var komin þar, átti hún eina tvo dali í vasanum. Hún þarði varla að eyða þeim fyrir mat, hálfsvalt, en var svo lieppin að komast að sem dansmær á ódýrum skemmtistað. Og svo komst lnin til New York og dró þar frain lífið á líkan hátt. En umboðsmaður kvikmyndafé- lags cins sá hana dansa þar á skemmtistað ein- um. Hann sá, að liún var gædd miklum yndis- þokka og æskutöfrum, og hún var óvenju ökla- prúð og falleg' á fæti. Hann benti henni á að neyna sig i kvikmynd. Það leizt henni ekki á í fyrstu. Nei, hún ætlaði sér ekki lægra en að verða fremsta dansmær í fræg'- asta leikhúsi New Yorkhorgar, ekki minni en Pavl- ova hin rússneska. Loks lét hún þó til leiðast eftir mikið þref og þjark. Hún fékk farseðil til Holly- wood og var ráðin fyrir sjötiu og fiinm dali á viku. En þá nafn hennar. Lucille LeSueur? Alveg ófært fyrir kvikmyndaleikkonu. Enginn gat nxunað það né borið fram. Þá efndi kvikmyndatímarit lil samkeppni um nafn handa henni. Tillögum rigndi niður, en hún valdi sér Joan Crawford, og síðan gengur hún undir því nafni. En hún 'átti langt í land að verða kvikmynda- stjarna. Hún fékk smáhlutverk, var notuð sem varaskeifá eða tvifari Nonnu Shearer. Á nóttunni dansaði hún og dansaði, sleit tylftum af skóm í danskeppni — og vann oft verðlaun. í þá daga var liún allólik þvi, sem hún er nú. Hún var fremur feátlagin, liárið úfið og þyrilslegt, nokkuð frökk í fasi, en það mun liafa verið sjálf- rátt, til þess að bæla niður meðfædda fehnni. En loks rann það upp f>TÍr henni, að ætti hún að Branda. Saga eftir hið unga skáld Óskar Þórðarson frá Haga. Hún hét Branda og var stór og grábröndótt að lit. Hún var afbragðs veiðiköttur, en ég jnan, að möinmu þótti liún stundum nokkuð stórtæk, þegar hún lagðist á smáfuglana. En það gerði hún aldrei, nema þegar hún átti kettlinga. Þá þyrmdi hún engum fugli, sem hún taldi sig ráða við, nema hænsnunum lieima, cn gagnvart þeim var liún strang-heiðarleg, eins og' góðum heima-ketti sæmir. Branda liagaði veiðiferðum sínum alltaf á sama hátt. Ef hún ætlaði að drepa maríuerluna, sem alltaf hélt sig i námunda við bæinn eða fjósið, lá liún venjulega i háu puntgrasi, sem óx á fjós- veggnum. Það fór ekki mikið fyrir henni, þótt liún væri æði stór og þung. Þarna lá hún stundum tímunum saman, grafkyrr og róleg. Þótt mariu- erlan væri á næstu grösum, en þó ekki i öruggu færi, hrevfði Branda sig aldrei. Hún varð að vera alveg viss. vinna sér frarna í Hollj'Avood, atÖí hún að taka stakkaskiptum. Og metnaður hennar var nógur til þess, að á sömu stundu tók hún óhagganlega ákvörðun. Hún hætli að dansa á nóttum. Síðan gerði lnin sér stranga og erfiða námsskrá, las af kappi frönsku og ensku og lærði söng. Hún þjálfaði sig við iþróttir og gætti mesta liófs i mat- aræði, var miskunnarlaus við sjálfa sig í þeim efn- um i samfleytt þrjú ár. Og liún vann af kappi og miðaði nú vel áfram, fékk æ vandasamari og betri lilutverk, enda heitti hún sig ótrúlegri hörku. í einu lilutverki þurfti hún að dansa Indíánadans, en lirasaði og laskaði öklann. Hún lét lækninn vefja fótinn og lék svo hlutverk sitl til enda til þess að missa það ekki. Joan segist sjálf undrast velgengni sina. Ilún var fædd í fátækt, en nýtur nú auðs og alls- nægta. Hún var umkomulaus i æsku og vinafá, en nú er hún umkringd af aðdáendum við hvert fót- mál. Hún þótti ekki frið í æsku, en nú þykir hún ein hin fegursta kona á kvikmyndatjaldinu. 35

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.