Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 12

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 12
Jón og Gissur áttu lieima í þorpinu við sjóinn. Einu sinni fengu jjeir að i'ara til afa síns og ömmu, sem áttu heima á Hóli, fremsta bænum í dalnum, sem lá upp af firðinum, sent þorpið stóð við. Þetta var að vorlagi í yndislegu veðri. Bræðurnir kom- ust á leiðarenda með mjólkurbíl, sent fór þarna fram í sveitina annan hvern dag. Afi og arnrna tóku vel á móti drengjunum og þótti mjiig vænt um konni Jíeirra. Amma hitaði handa þeim súkkulaði og bakaði pönnukökur, svo að jrað lá nú heldur betur á þeim. Svo fengu jaeir að fara með afa sínum upp í l’jall að gá að kindum. Þær voru larnar að bera og litlu lömbin voru svo falleg. Þau voru kát og létt á fæti í góða veðrinu og hlupu um holt og móa. Þetta fannst drengjunum dá- samlega skemmtilegt. Seint um kvöldið fóru Jreir að sofa, þreyttir en ánægðir eftir fyrsta daginn í sveitinni. Næsta morgun vöknuðu jreir fyrir allar aldir. Þeir klæddu sig hljóðlega og Iaumuðust út, án })ess nokkur yrði var við. Þeim var ómögulegt að sofa lengur í þessu hreina og heilnæma fjallalofti. Fuglarnir voru líka vakn- aðir og söngur þeirra fyllti loftið. Drengirnir fóru nú að skoða umhverfið. Rétt neðan við bæinn var stórx vatn, sem hét Hóla- vatn. Hinym megin við J)að, beint á móti Hóli. var bær- inn Nes. Nú datt þeim Jóni og Gissuri í hug að ganga kringum vatnið og vita, hvort jreir gætu ekki kontið auga á silunga einhvers staðar við bakkana. En ekki höfðu þeir lengi gengið, er jreir rákust á bát í lítilli vík. Árarnar voru í honum og allt annað virtist í góðu lagi. Nú lyítist heldur brúnin á köppunum. Eftir töluverð átök tókst jreim loks að hrinda bátnum á llot. Reru ])eir nú fram á vatnið og skemmtu sér konunglega. Áður en jjeir vissu af voru |)eir farnir að syngja lullum hálsi og gleymdu alveg tímanum. En ])eir áttuðu sig, Jregar báturinn lór skyndilega að velta. Það hafði hvesst snögglega og krappar öldur æddu eftir vatninu, en samt urðu ])eir ekkert hræddir. Þeir sáu nú, að afi var kominn niður á vatnsbakkann neðan við Hól og veitaði og veitaði. Hann var víst eitt- hvað að kalla líka, en J)að heyrðu })eir ekki fyrir gjálfr- inu í vatninu og Jrytinum í vindinum. Þeir reyndu nú að róa í land og stefndu beint á Hóls- bæinn. En allt í einu missti Jón árina sína og gat ekki náð henni altur. Nú voru ])eir illa staddir. Báturinn hoppaði og skopp- aði á öldunum og gusurnar gengu yfir ])á. Nú voru ])eir báðir orðnir dálítið hræddir og ríghéldu sér í borðstokkana. En ])að vildi þeim til happs, að leiðin til lands var ekki löng. Áður en varði rak bátinn upp í grófa malarfjöru. Þar voru nokkrir stórir, stakii' steinar. Báturinn rakst á einn J)eirra, fór á hliðina og hvolfdi svo. Bræðurnir fóru báðir á bólakaf, en voru fljótir að busla á fætur, enda var vatnið fremur grunnt og afi var þar f'yrir til að hjálpa skipbrotsmönnunum að landi. Síðan bjargaði hann bátnum. s. 4 En |)að var fremur lágt risið á köppunum, |)egar ah ávítaði J)á lyrir glannaskapinn, og eins hitt að taka bat' inn í leyfisleysi, en hann var eign bóndans í Nesi. Þegar heim kom, urðu J)eir að fara í rúmið, meða'1 amma Jmrrkaði íötin þeirra, en J)eir höf’ðu engin fut haft með sér til skipta. Lengi á eftir minntust bræðurnir þessarar hrakfar*'11’ og þeir tóku bátinn aldrei oítar í leyfisleysi. En afi ;lttl h'ka bát, og ])eir fóru stundum með honum út á vatn*®- Hann lagði ])ar silunganet og veiddi oft vel. Eltir nokkurra daga cfvöl í sveitinni fóru bræðurn11 heim. Fannst Jreim allur tíminn hafa liðið sem eitt lagul ævintýri, en bezt mundu Jreir eftir sjóferðinni mikb1’ sem J)eir kölluðu svo. Seinna áttu Heir oít eltir að hellU sækja afa og ömmu á EIóli, og var morgunferðalag J)el1 rifjað upp, og stundum brosti afi í kampinn, ]>egar han1 minntist Jress, hve vesæklarlegir þeir voru á svip111" Jregar hann dró þá á ]>urrt land. Bjiirn Daníelsson- 224

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.