Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 30

Æskan - 01.05.1968, Blaðsíða 30
Þórunn Pálsdöttir; Hp.imiliD. 5. Smyrjið eldfast mót, stráið 1 mslc. af brauðmylsnu í mótið, hellið jafningnum þar í og brauðmylsnunni, sem eftir var, þar yfir. 6. Bakað við sama hita og formkökur í 30—40 mín. 7. Boriö fram vel lieitt i mót- inu með soðnum kartöflum og hrúu salati. FISKBÚÐINGUR (gratin) 50 g smjörlíki 40 g hveiti 3 dl mjólk Vt tsk. salt Va tsk. pipar 2 eggjarauður 300 g beinlaus og roðlaus fiskur 2 eggjahvitur 2 msk. brauðmyisna 1. Búið til venjulegan jafning úr hveiti, smjöriíki og mjólk. Sjóðið í 2 mínútur. 2. Takið pottinn af plötunni, bætið kryddi í og hrærið rauðunum saman við. OSTASALAT Vt gúrka 100 g mjólkurostur steinselja 1. Sneiðið 4—6 sneiðar af gúrk- unni og skerið í þær í miðju. 2. Rifið ost og gúrku á grófu rífjárni. Blandist varlega saman. 3. Raðið sneiðunum yfir og stingið steinselju í. Þetta salat þolir ekki langa bið. SÍLD í EDIKI OG LAUK 3. .Skafið fiskinn úr roðinu, þannig að hann fari í litla bita, og iátið hann saman við jafninginn. 4. Stífþeytið eggjahvíturnar og l)landið þeim varlega út i jafninginn. Þegar ])eyttar iivítur eru iátnar í deig eða jafning, þá munið að skera þær varlega saman við með sleikju, en hræra ekki ineð sleif. 3 síldar (saltsíld) 1% dl edik 1% dl vatn 5 msk. sykur 2 laukar 4—6 blöð lárviðarlauf 6 piparkorn 1. Leggið síldina í bleyti yfir nótt. 2. Þerrið með eldhúspappír og fjarlægði bein og roð. 3. Skerið laukinn í sneiðar og síldina i bita. Leggið það i lögum í krukku. 4. Blandið saman ediki, vatni, sykri, pipar og lárviðarlauf- um og hellið því í krukkuna. Geymist í Jokuðu iláti í ís- skáp. Bezt er síldin eftir nokkra daga, en þannig getur hún geymzt í 3—4 vikur. Með sild- inni er gott að borða soðnar kartöflur og eplasalat. EPLASALAT 3 epli 6—8 sneiðar rauðrófur 2 msk. rauðrófusafi 1 msk. sykur Eplin eru skorin í 4 parta, fræhúsið tekið úr, og siðan rif- in með hýðinu á grófu rífjárni. Rauðrófurnar eru skornar í litla bita og öllu blandað gæti- lega saman. Atb. Verði afgangur af þessu salati, er gott að nota það dag- inn eftir, brytja ])á síld í litla bita og blanda henni, ásamt þeyttum rjóma, saman við. Er þá komin ný gerð af salati. KAKÓ 3 msk. kakó 0 msk. sykur 2 dl vatn 8 dl mjólk 2 msk. smjör Ví tsk. salt Vt tsk. vanilludropar Mælið kakó, sykur og vatn heint i pottinn og sjóðið í 5 mín. Blandið mjólkinni og öliu ]>vi, sem eftir er, út í. Látið hitna að suðu. Gætið þess, að kakói er mjög gjarnt að sjóða upp úr pottinum. HEIT BRAUÐTERTA 8 franskbrauðsneiðar 4—(i hangikjötssneiðar Vt dós blandað grænmeti (niðursoðið) 200 g gróft rifinn ostur 2 egg 0 mslt. mjólk Safinn af grænmetinu 1. Smyrjið eldfast mót. 2. Raði? í það smurðum brauð- sneiðum. 3. Brytjið kjötið smátt og lát- ið það ofan á brauöið. 4. Sigtið grænmetið vel frá soðinu og látið grænmetið á brauðið ásamt ostinum. 5. Þeytið eggin vel, blandið mjólk og grænmetissoði saman við, og heilið blönd- unni í mótið hjá brauðinu. 0. Bakið strax í vel heitum ofni í 7—12 mín. Borið fram með kaffi. Atli.: Hellið ekki hlöndunni yfir, fyrr en allt er tilbúið, og berið tertuna fram beint úr oíninum á i)orðið. Þessi kökuuppskrift er sér- staklega ætluð yngstu starfs- mönnum eldliússins. Oft iang- ar 8—12 ára stúlkur og drengi til að taka þátt i eldhússtörf- unum og þá er gott að hafa ná- kvæma uppskrift við höndina. RÚSINUKÖKUR 150 g hveiti (3 dl) 85 g sykur (1 dl) 2 tsk. lyftiduft 100 g smjörlíki 100 g rúsínur 50 g súkkat (má sleppa) 1 egg Verið vel hrein um liendur og í iireinum fötum. Takið nú vel eftir, hvað þið eigið að gera. 1. Sigtið saman í skál hveiti og iyftiduft og bætið sykri út i. 2. Myljið smjörlíkið saman við bveitið. 3. Blandið rúsínum og súkk- ati saman við. 4. Vætið í með egginu og hrærið, þar til allt liveitið er ltomið í deigið. 5. Stillið ofninn á 200° eða þann hita, sem mamma ykkar er vön að baka smá- kökur við. 6. Smyrjið plötuna með smjörlíki. Bezt er að gera það með pensli eða hréfi- 7. Takið teskeið í vinstri hönd og sleikju i þá liægri- Slingið skeiðinni i deigið og látið það á plötuna nieð sleikjunni. Þannig verður ein kaka til úr einni skeið af deigi. Hafið 3—4 kökur i liverri röð og reynið ckki að færa kökurnar til á plöt- unni, eftir að þær hafa einu sinni komið á hana. 8. Látið plötuna inn í ofninu og bakið í 8—10 mín. !). Takið plötuna með gát út úr ofninum. Munið að nota þurra pottalappa, en ekki blautan klút. Takið kök- urnar af plötunni nieð spaða eða breiðum hnít- Brennið ykkur nú ekki plötunni. 10. Látið kökurnar kólna íl bökunarristinni. Þessar kökur eru beztai nýbakaðar. Heimiliö.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.