Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 29

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 29
Billi og Balli, íkornarnir tveir, sátu í trénu sínu og horfðu Wr garðinn. .■Skelfing eru margir krakkar hérna í dag,“ sagði Billi. i.Það er vindur og þau eru með flugdreka," sagði Balli. i.Nú er rétta veðrið fyrir flugdrekana," sagði Billi og leit á svifflugu, sem flaug hátt milli trjátoppanna. ..Ég vildi, að við gætum flogið,“ sagði Balli. ,,Ég sá frænda °kkar, hánn Theodór íkornann fljúgandi, í gærkvöldi. Það er áreiðanlega gaman að geta flogið um loftin blá." ..Við getum lært að fljúga, fyrst frændur okkar kunna Það.“ sagði Billi glaðlega. „Ég ætla að byrja að æfa mig. Horfðu nú á!“ Billi teygði úr sér og gerði tilraun til að fljúga, en hann lenti beint á jörðinni og meiddi sig dálítið. Hann neri á sér reagann og fór svo aftur upp til Balla, sem var svo elsku- le9ur að stríða honum ekki neitt. ..Sama er mér,“ sagði Billi skömmu seinna. „Ég ætla að ®fa mig og æfa mig, þangað til ég get flogið." Hann tyllti ser á tá, teygði úr handleggjunum og ætlaði að fara í flug- ferð, þegar glæsileg gul svifflugvél kom fljúgandi og velti basði Billa og Balla um koll. Svifflugan hélt áfram íluginu °9 festist inni í krónu trésins, en Billi og Balli voru fljótir að fkornarnir svifu til jarðar hraðar og hraðar. rísa á fætur. Þeir þurftu ekki að tala neitt um málið, því að báðum hafði komið sama til hugar. Þeir flýttu sér að svifflugunnl, klifruðu varlega upp á hana og losuðu hana úr laufinu. Svo svifu íkornarnir tveir um loftin blá. „Við fljúgum eins og fuglarnir," sagði Billi himinlifandi. „Við erum komnir hærra upp í loftið en íkorninn fljúgandi frændi okkar hefur nokkru sinni komizt. En skelfing kitlar mig annars í magann." „Ég held, að við séum á niðurleið,“ sagði Billi, „við blátt áfram hröpurn." „Já, við snúumst í hringi og — ó, nei — ó, nel — hjálp," veinaði Balli aumkunarlega. Eins og gefur að skilja voru íkornarnir alltof þungir fyrir svona litla svifflugu og því snerist hún hring eftir hring á niðurleiðinni. íkornarnir duttu úr flugvélinni, en þeir lentu á stórum flugdreka, sem átti að setja á loft. „Við fáum aðra flugferð," sagði Billi hrifinn, en sú gleði fékk skjótan endi, þvi að eina stundina var drekinn lárétt- ur, síðan lá hann lóðrétt í loftinu og þá var ekki auðvelt fyrir litlu flugmennina tvo að halda sér. Þá kom sviptivind- ur, svo að flug drekans varð enn óstöðugra og nú flugu fkornarnir litlu hingað og þangað á yfirborði flugdrekans. Billa tókst á slðustu stundu að ná taki á brún drekans og Balli hélt dauðahaldi f skottið á Billa, og það var svo sann- arlega ekki þægilegt. En það allra versta var samt eftir, þvi að nú kom gula svifflugan og renndi beint á rauða drekann. Drekinn kipptist til og Billi missti takið, og nú féllu íkornarnir tveir með síauknum hraða til jarðar. Þeir voru samt svo lán- samir að lenda í trénu sfnu og lim þess tók af mesta fallið, þótt þeir lentu allillilega á stóru greininni fyrir framan hol- una þeirra. Þegar sólin var að setjast klukkustund siðar, sátu íkorn- arnir enn á sama stað. Það var enn hella fyrir eyrunum, sviði í maganum og verkur f hálsinum. Einn fljúgandi íkorni kom framhjá. „Langar ykkur ekki í flugferð?" sagði hann stríðnislega, því að hann vissi vel að Billi og Balli gátu ekki flogið. „Nei, þökk fyrir. Það væri ekkert skemmtilegt að fara f flugferð með þér, frændi. Þú flýgur svo nálægt jörðinni. Svo höfum við flogið nóg í dag. Við flugum yfir trjákrónunum og næstum alia leið til himins og það var dálítið þreytandi. En þú skilur það auðvitað ekki, því að þú getur ekki flogið svo hátt, kæri frændi! Vertu nú sæll og góða ferð.“ 27

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.