Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 37

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 37
 Nokkur bréf hafa borizt þessum þætti 'heð fyrirspurnum um nýjungar í skólamál- sem núna eru til umræðu á Alþingi. u. Það er rétt, að i desember s. i. kom ram á Alþingi stjórnarfrumvarp tii laga um eimild til þess að stofna svokallaðan fjöl- r3utaskóla. Er þar gert ráð fyrir, að hér um tilraunaskóla að ræða og þá i eykjavík, en jafnframt heimilt að stofna slika skóla annars staðar. Skal nú rakið e,ni5 [ frumvarpinu í stórum dráttum og er stuðzt við það, sem blöðin skrifuðu um Petta fyrir jólin: ^rumvarp svipaðs efnis var lagt fyrir síð- ®s,e Alþingi, en varð þá ekki útrætt. Þó eru p®r breytingar gerðar, að heimilt er að s'ofna slíka skóla einnig utan höfuðborgar- 'nr|ar. Jafnframt er tekið upp nafnið fjöl- rautaskóli ( stað „sameinaður framhalds- skóii" sem áður var notað. Sameinaður skóli á framhaldsstigi Með frumvarpi þessu, ef að lögum verð- ur, er stofnað til nýs skóla í tiiraunaskyni, sem ætlað er að annast menntun allra nem- enda ákveðins skólahverfis á tilteknu ald- ursstigi, án tillits tii fyrirhugaðrar náms- brautar hvers og eins, og sameinar skólinn þannig í eina heild hinar ýmsu tegundlr skóla á framhaldsstigi. Þar sem hér er um að ræða frávik frá því skipulagi, sem nú er lögÞoðið, er nauð- synlegt að afla tilraun þessari lagaheim- ildar. Markmið þeirrar tilraunar, sem felst ( stofnun slíks skóla, er sumpart hagkvæm- ara ytra skipulag, en þó umfram allt breyt- ingar á hinu innra skólastarfi, er miða að því að auka jafnrétti nemenda með ólíka hæfileika og ólík áhugaefni og að draga úr því vanmati og vanrækslu á tilteknum náms- brautum, sem skiptingu námsbrauta á að- skildar og óiíkar skólagerðir hættir tll að hafa í för með sér. Eykur tækifæri nemenda Jafnframt stefnir tilraunin að því að gefa nemendum tækifæri til að velja sér náms- braut í sem fyllstu samræmi við þann áhuga og getu, sem vaxandi þroski þeirra á fram- haldsskólaaldrinum kann að leiða i Ijós, og að hverfa frá þeirri hefð, að nemendum sé við ákveðinn aldur skipað í skóla, þar sem þeir eru i eitt skipti fyrir öll útilokaðir frá tilteknum námsbrautum. Sameining sem flestra námsbrauta (einni skólastofnun auð- veldar mjög flutning milli námsbrauta og eykur þannig tækifæri nemenda til að velja sér endanlegan námsferil og starfsferil við sitt hæfi. Megineinkenni fjölbrautaskóia er þvi, að nemendur hans geta valið um fjölbreytt nám og mismunandi námsbrautir, hvort heldur til undirbúnings undir störf í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins eða undir áframhaldandi nám í sérskólum og háskóla eða öðrum menntastofnunum á háskólastigi. Sem dæmi um námsbrautir má nefna menntaskólanám, verzlunarnám, hússtjórn- arnám og iðn-, iðju- og tækninám. Þótt svo sé til ætlazt, að skólinn bjóðl kennslu allt að stúdentsprófi, er jafnframt gert ráð fyrir skemmri námsferli, alit eftir eðli þess náms, er nemendur stunda og kröfum þeirra starfa eða sérnáms, sem þeir stefna að. Ríkið greiði 60% kostnaðar Tilraunaskóli sá, sem hér um ræðir, spannar fleiri en eitt skóiastig, þ. á m. gagn- fræðastigið, þar sem skólar eru reknir sam- eiginlega af ríki og sveitarfélögum, og menntaskólastigið, sem er algjörlega á veg- um ríkisins. Miðað er við að ríklssjóður greiði 60% af stofnkostnaði skólans, laun skólastjóra og kennara I samræmi við samþykkta starfs- áætlun og helming annars kostnaðar. Er hér miðað við, að þátttaka rikissjóðs verði sem næst því er yrði, ef byggðir yrðu og starfræktir skólar samkvæmt núverandi skólafyrirkomulagi fyrir þann nemenda- fjölda, er fjölbrautaskóla er ætlað að hýsa, segir í athugasemdum, sem fylgja frum- varpinu. 10 BLÖÐ Á ÞESSU ÁRI m I STAÐ 9 ÁÐUR UPPLAG: 18 000 EINTÖK 35

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.