Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 46

Æskan - 01.02.1973, Blaðsíða 46
grein fyrir öllu þessu, en komst ekki að neinni niðurstöðu. Svo fór hann að hugsa um Ellu litlu. Ó, hvað hann saknaði hennar mikið! Honum fannst, að hún þyrfti endilega að njóta gleðinnar með sér. Svo hugsaði hann til flökkumannanna, hvað þeir hefðu verið vondir að lofa sér aldrei að koma út á daginn, eins og hinum börnunum. En það var allt bláu augunum hans áð kenna, eftir því sem Ella sagði, þótt hann gæti ekki skilið það, því að hann sá alveg eins vel og þau, þó að hann þyldi ekki að horfa beint f sólina. Allt í einu datt honum i hug, að hann væri alls ekki flökkumaður eins og þau, því að það hafði kerlingin svo oft sneypt hann fyrir. „En hvað er ég þá, fyrst ég er ekki flökkumaður?“ tók hann aftur að spyrja sjálfan sig. ,,Og hvernig stendur á, að ég er hjá þeim?“ Svo studdi hann hönd undir kinn og sökkti sér niður í hugsanir. Smátt og smátt fór að rofa til í huga hans. Honum fannst hann einu sinni áður, fyrir langa löngu, hafa séð sólina, grundina og allt þetta, sem hann nú dáðist að, nú fannst honum hann þekkja það allt, og hann hafði ekki alltaf verið hjá flökkumönnunum, heldur hefði björt og falleg kona beygt sig ofan að honum, horft blíðlega á hann og kysst hann marga, marga kossa. Já, nú mundi hann, en óljóst, eins og það væri draumur, eftir björtum sal með háum og stórum bogagluggum. Þar var margt fólk í skrautlegum fötum, allir voru góðir við hann og gáfu honum ýmsa fallega hluti. Eitthvað mundi hann eftir háum, tigulegum manni, sem lék oft við hann og lyfti honum einu sinni upp á eitthvert dýr, en tók hann strax ofan, þegar hann hljóðaði af hræðslu. Og Bláskjár hugsaði og reyndi að rifja upp fyrir sér þessar óljósu endurminningar. Og hann mundj, að hann hafði verið úti í skógi að aka í fallegum vagni. Komu þá margir svartir og ófrýni- legir menn. Einn þeirra hrifsaði hann út úr vagninum og hljóp með hann inn í skóginn. En það, sem þá tók við, var honum ómögulegt að muna. Allt þetta var í svo mikilli þoku fyrir honum, að hann gat ekki gert sér f hugarlund, hvort það hefði borið fyrir sig í svefni eða vöku. En eitt þóttist hann þó fullviss um, og það var, að sólina hefði hann séð einhvern tíma áður. Þegar hann hafði legið þarna lengi og árangurslaust reynt að gera sér grein fyrir þvi, sem liðið var, tók sulturinn að gera vart við sig og minna á tímann, sem var að líða. En hvernig átti hann nú að fá mat og drykk? Til flökkumann- anna vildi hann hreint ekki fara aftur, og þó að hann hefði viljað það, gat hann ekki fundið hellinn. Hann fór að verða dálítið smeykur, en huggaði sig þó fljót- lega við, að Ella hefði oft komið með ber og sagt, að það væri nóg til af þeim í skóginum. Þau ætlaði hann að hafa sér til matar. Allir litu þeir vingjarnlegum augum á litla drenginn og gtöddust yfir morgninum og allri fegurðinni. Bláskjár vissi ekki, hvað hann átti helzt að skoða af allri þessari dýrð, sem í kringum hann var. Allt fannst honum miklu fegurra en Ella litla hafði getað iýst fyrir honum. Þarna rann lítill lækur suðandi um skógargrundina, og þarna flaug litfagurt og Ijómandi fiðrildi, þarna stóð dádýr og horfði á hann fallegum augunum. Hann klappaði saman lófunum af gleði, en þá þaut það eins og örskot inn á milli runnanna. En hann varð að halda áfram. Loksins var hann kominn út úr skóginum og teygaði nú með unun hreint fjallaloftið og ilminn af blómunum, trjánum og nýslegnu grasinu. Þetta var annað en myrkrið og óloftið, sem hann var vanur í flökkumannahellinum. Allt í einu opnaðist fyrir honum mikið og fagurt víðsýni. Hann var kominn á hæð eina háa og sá nú fyrir neðan sig stóra sléttu með ökrum og þorpum, skógarrjóðrum og blikandi vötnum, blómagörðum og grænum grundum. En í fjarska blánaði fyrir fjöll- unum. Þokuslæðingur lá hér og hvar yfir landinu, en í bláum himinboganum svifu létt og lítil ský eins og hvítir svanir. Yzt úti við sjóndeildarhringinn sást einhver rauðleitur bjarmi stafa geisl- um sínum langt upp á himinhvelfinguna. Lengi stóð Bláskjár algerlega heillaður af þessari miklu dýrð. Hann sá skýin roðna og glitra eins og guli og purpura, bjarminn breiddist út og varð meiri og bjartari en af mörg hundruð blysum, en stór, blikandi Ijóshnöttur leið hægt upp á himininn og gyllti fjöll og grundir. „Þetta ér sólin, blessuð sólin!" hrópaði hann loks frá sér num- inn af gleði, breiddi út faðminn og féll ósjálfrátt á kné. „Ó, þetta er allt of mikil dýrð og gleði í einu!" Bláskjár litli lá nú þarna í mjúkum mosanum, huldi andlitið í höndum sér og grét af gleði. Aldrei hafði hann heyrt nefndan guð, annars hefði hann þakkað honum fyrir þessa miklu sælu, en tár litla drengsins hafa eflaust verið himnaföðurnum eins kær og bæn og þakklæti þeirra, sem meira vissu. BLÁSKJÁR KEMST í KUNNINGSSKAP VIÐ GREIFASONINN Þegar Bláskjár loks leit upp, var sólin komin hátt upp á himin- inn, og landið allt baðaði sig í geislum hennar. „Hvaðan ætli sólin komi?“ hugsaði hann. „Hver lætur hana hreyfast? Hvernig ætli blómin vaxi og skógurinn grænki? Hver hefur kennt fuglunum að fljúga? Og hvernig stendur á því, að fiðrildin litlu, öll dýrin og ég sjálfur erum lifandi?" Þannig spurði Bláskjár litli sjálfan sig og reyndi að gera sér ---------------------------------------------------------------------

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.