Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 28

Æskan - 01.05.1974, Blaðsíða 28
Veturinn 1476—1477 var óvanalega hlýr á íslandi. ÞaS sást ei snjór nema á fjallahnjúkum og f giljum. Alls staðar annars staðar var marautt og hafið (slaust, svo langt sem augað eygði. Maríuerlan, sem ekki var vön að koma fyrr en seint í apríl, var nú komin, og þá var nú skipanna von. Það furðaði því engan, er erlent skip sást úti fyrir Rifi síðustu dagana f febrúarmánuði. Rif er veiðistöð, er liggur á norðvesturodda Snæfellsness. Nes þetta ber nafn sitt af Snæfellsjökli, sem gnæfir hátt upp yfir sléttuna á nes- oddanum. Þegar saga þessi gerðist, var allstórt þorp f Rifi og bjuggu þar duglegir sjósóknarar og fiskimenn. Komu því oft erlend skip þangað til þess að eiga viðskipti við landsmenn, þótt Kristján konungur fyrsti lýsti alla þá seka skógarmenn, er tækju þátt í slíkri verzlun. Skipið sigldi inn í hina góðu höfn, og von bráðar kallaði einn þeirra, er í landi stóðu: „Þetta er Burlington, ég þekki það af framsiglunni." „Það er gott, hann er friðsemdar- maður,“ sagði annar, „og heiðarlegur ( viðskiptum er hann." Skipið, sem var tvímastrað, enskt kaupskip, sigldi svo langt inn á skipalægið með flóðinu, að það mundi standa á þurru um fjöruna. Rifsbúar heilsuðu skipsmönnum vin- samlega og buðu þá velkomna, en viku svo til hliðar fyrir sýslumanninum, sem fyrstur gekk um borð I skipið. Hann átti að semja við skipstjóra um verðlagið á harðfiskinum, sem var næstum sá eini gjaldmiðill, sem Rifsbúar höfðu. Þegar því var lokið, lýsti hann gjaidskránni ! heyranda hljóði og áminnti alla um að fara eftir henni. Svo var verzl- unarflaggið dregið að húni til merkis um það, að nú mætti byrja vöruskiptin. Næsta morgun kom séra Jón á Ingjaldshóli að Rifi. Ekki kom hann í verzlunarerindum, heldur til þess að leita frétta hjá skipstjóranum. Séra Jón var sænskur að aett, hafði um nokkur ár stundað nám erlendis og oft dvalið á Englandi. Þar hafði hann hitt biskup frá íslandi og þannig náð íslenzkri prestsstöðu. Séra Jón var málamaður góður, og einnig var hann áhugamaður um allt það, er laut að siglingum og landafræði. — Þegar hann kom til skips, lá það á þurru landi vegna fjöru, og gat því séra Jón gengið hiklaust um borð, en þar hitti hann fljótlega skipstjóra, sem einmitt þá var á tali við ókunnan mann, erlendan. Maður sá, er skipstjóri ræddi við, var meðalmaður á hæð, vei vaxinn, langleitur og skarpleitur. Klæðnaður hans sýndi, að hann var ekki einn af skipverjum. Hann var öllu dekkri á hörund og var auðsjáanlega af suðrænu bergi brotinn. Hann virtist vera innan þrítugs að aldri. Skipstjóri, sem þekkti séra Jón frá fyrri ferðum, tók vin- gjarnlega í hönd hans og heilsaði honum innilega. Sagði skipstjóri við Jón, að hann kæmi þarna eins og kallaður, „því að ég var einmitt að tala um þig við þennan portúg- alska herramann, sem hér stendur.“ Svo veik hann aftur eftir þilfarinu ásamt séra Jóni. Og hann hélt áfram: „Guð má vita, hvers vegna honum hefur dottið í hug að sigla hingað norður, en ég lét honum farið (té gegn góðri borg- un. Ég lofaði honum þvi að greiða fyrir honum, þegar hing- að kæmi, og langar mig til að biðja þig að taka hann á heimili þitt og veita honum þær upplýsingar, sem þú mátt, meðan við stöndum hér við. Hann mun og geta veitt þér margar upplýsingar og fréttir utan úr heimi." Séra Jón varð hugfanginn af gleði yfir því að fá þennan fréttafróða gest til sín. „Talar hann ensku?" spurði Jón skipstjóra. „Já, hann getur dálítið talað það mál, en latínu talar hann eins og prestur," svaraði skipstjóri og brostl. Þá sneri séra Jón sér að ókunna manninum og talaði til 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.