Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 6
ÆVINTYRIÐ AF ASTARA KONUNGSSYNI OG FISKIMANNSDÆTRUNUM TVEIM Endur fyrir löngu var konungur í ríki sínu, og átti hann son, hraustan og prúöan, sem hét Astara. Þegar hann óx upp, iðkaði hann íþróttir og alls konar leika, og varð fimari en flestir aðrir ungir menn þar í ríkinu. En konungurinn varð gamall og hrumur, og loks kom að því, að Astara konungsson varö að taka við allri stjórn, sem var erfitt verk, því að landið var víðlent og fjöllótt. Lengst uppi í fjöllunum, þar sem þau voru hæst og hrikalegust, bjó voldugur risi, sem hét Karikaí. Hann var bæði stór og Ijótur og hafði lengi verið óvinur konungs- ins gamla og reynt að gera honum allt illt, sem hann gat. Þegar hann frétti, að konungurinn væri dáinn og konungssonurinn ungi ætti að taka við ríkinu, hugsaði hann sér gott til glóðarinnar. Hann fór meö hyski sínu niður til byggða, en það voru flest afbrotamenn og ræn- ingjar, og tókst honum með alls konar klækjum að leggja þjóðina undir sig og gera hana ánauðuga. Mest af öllu langaði risann til þess að ná sjálfum konungssyninum á sitt vald og kasta honum í dýflissu. En konungssonur varð fljótari til og flúði upp til fjalla. Þar sem öllum þótti mjög vænt um konungssoninn, varð risinn strax hræddur um, að hann mundi fljótlega geta safnað saman stórum her og rekið sig aftur frá völdum. Þess vegna lagði hann það á Astara konungs- son, — en risinn var rammgöldróttur, — að hann mætti aldrei nefna sitt eigið nafn. Ef hann gerði það nokkru sinni, mundi hann samstundis komast á vald risans. Þetta gerði hann auðvitað til þess að enginn skyldi vita, hver konungssonurinn væri, og taldi þá enga hættu, að hann gæti safnað liði á móti sér. Settist Karikal risi nú að í höll gamla konungsins og lét útbúa í henni voðalegt fangelsi, þar sem beinagrindur og alls kyns ófreskjur voru hafðar til að hræða og kvelja fangana. En konungssonurinn var langt uppi í fjöllum og bjó þar í klettahöll með nokkrum tryggustu vinum sínum, sem höfðu flúið með honum. En vegna álaga risans mátti hann nú aldrei nefna nafn sitt og kallaði sig því A. Hann var mikill veiðimaður og fjallagarpur og gekk alla daga um klettana með snöru sína og boga. Karikal risi átti eina dóttur, Kíru að nafni. Hún var fögur ásýndum en klækjótt og grimmlynd eins og faðir hennar- Eitt sinn bar það við, að hún hafði farið upp í fjöllin með hirðmey sinni til þess að veiða, og sátu þær hátt upp' 1 klettunum, þar sem sá vítt yfir. — Einhvers staðar á þessum slóðum býr konungs' sonurinn í mikilli klettahöll, sagði hirðmærin. Hann hraustastur af öllum, sem ég hef séð, og ég er viss um,að hann er fríðastur af öllum mönnum í heimi. — Ekki mundi ég kæra mig um hann, þótt ég haíl aldrei séð hann, sagði Kíra, dóttir risans, og helst af ö|lu vildi ég skjóta hann með boganum mínum. — Ó, þú mátt ekki tala svona, sagði hirðmærin þá, " svona tala engir nema þeir, sem eru vondir. — Ég er vond, sagði Kíra, því að ég er sannarleg3 dóttir föður míns. Og til þess að sýna vinkonu sinni, hve hún væri vond, tók hún upp fiðrildi, sem hafði sest á blóm við hlið hennar, og sleit af því vængina. En þegar minnst varði, heyrðu þær allt í einu söng, °9 urðu alveg undrandi, þegar þær sáu konungssoninn koma stökkvandi niður klettana. Um leið og Kíra sá hann, hljóp hún á fætur, greip bogann sinn og ætlaði að skjóts að honum. En hann varð snarari, því að í sama vetfang1’ sem hún ætlaði að sleppa örinni af strengnum, sveiflaði hann snöru sinni utan um hana, svo að hún gat ekk1 hreyft sig. Kíra varð nú ákaflega reiö, og þegar hann hafði haldið henni í snörunni dálitla stund, leysti hann hana hlæjandi, og hélt svo áfram leiðar sinnar upP skóginn og klettana. Hann hljóp nú lengi, á leið heim til klettahallarinnar, Þvl að degi var farið að halla, og sveiflaði sér léttilega yíir gjóturnar, sem urðu á vegi hans. Þegar hann ha hlaupið langalengi, kom hann loks að djúpu og falle9u vatni. Þaö var tært eins og spegill, og úti á því, rétt upP1 við fjörusteinana, var gamall fiskimaður að draga net si Konungssonurinn sá strax, að hann veiddi ekki neitt, °9 kallaði því á gamla manninn að róa upp að landi. Þeðar hann var alveg kominn upp í fjöruborðið, kalla konungssonurinn til hans og sagði: - NÝTT ÆVINTÝRI - A

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.