Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 20

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 20
Mahmut Dindar, 33 ára fornmunasali frá Sivas ■ Austur-Tyrklandi, segist — sjálfsagt með réttu — hafa lengsta yfirskegg í heimi- Það mælist 65 cm frá skeggrót til odds! Hann vill ekki leyfa neinum að toga ■ það, þá móðgast hann og setur yfirskeggið yfir eyrun! þegar hann spurði, hvort hún byggist við að hitta mann sinn að lokinni ferð þessari, hristi hún höfuðið neitandi. Nú sagði hann henni, hvað hann hefði viljað. „Ég hef nýfrétt,“ sagði hann, „hjá mönnum, sem búa við vatnið mikla, að maður þinn hafi komið upp Ugambi á eftir þér nokkrar dagleiðir, en þá hafi svertingjar ráðist á hann og drepið hann. Ég hef sagt þér þetta, svo þú eyðir ekki óþarfa tima, ef þú hyggst hitta bónda þinn við lok ferðarinnar, heldur haldir rakleitt til strandarinnar.“ Jane þakkaði M’ganwazam fyrir velvild hans, þótt hjarta hennar yrði dofið af þjáningum við þetta nýja áfall. Hún hafði þjáðst svo síðustu dagana að heilinn var orðinn sljór. Hún starði þögul á andlit barnsins í kjöltu sér. Höfðinginn var farinn. Nokkru síðar heyrði hún aftur þrusk við dyrnar; — annar var kominn inn. Ein konan kastaði skíði á eldinn. Eldurinn blossaði upp og varpaði virtu um kofann. Bjarminn sýndi Jane, að barnið var dáið. Hún gat ekki sagt, hve langt var síðan. Stuna leið frá brjósti hennar; höfuð hennar hné þögult ofan á böggulinn, sem hún þrýsti að brjósti sér. Um stund var þögn í kofanum. Þá tók ein svertingjakonan að gráta ákaflega. Karlmaður hló fyrir framan Jane Clayton og nefndi nafn hennar. Hún hrökk saman, leit upp, og við henni blasti háðslegt andlit Nikolasar Rokoffs. XIII. KAFLI Undankoman Rokoff horfði um stund glottandi á Jane Clayton; svo varð honum litið á strangann í kjöltu hennar. Jane hafði dregiðelt^ hornið á ábreiðunni yfir andlit barnsins, svo ekki sást ann en það svæfi. ^ „Þú hefur bakað þér óþarfa óþægindi,“ sagði Rokoff, o111 . þvi að flytja barnið hingað. Hefðir þú látið allt hlutlaust, he^ ég sjálfur flutt það hingað. Þú hefðir komist hjá hættum og erfiðleikum ferðalags111 ^ En ég má víst þakka þér fyrir að hafa losað mig við umstang1 við það að ferðast með hvítvoðung á þessum slóðum. Þetta er þorpið, sem þegar frá fyrstu var ætlast til að bar'1 gisti. M’ganwazam mun ala hann upp með kostgæfni og ge1 úr honum bestu mannætu, og það mun vafalaust ala i 11 ^ þér margar hugsanir, ef þú einhvern tíma kemst aftur Evrópu, að bera saman þægindin og margbreytnina, setn Þ lifir við, og það einfalda líf er sonur þinn á hér við að meðal mannæta. ^ Ég þakka þér aftur fyrir að flytja hann hingað, og r>u u ég að biðja þig að fá mér hann, svo ég geti fengið har fósturforeldrum sínum.“ Að svo mæltu rétti Rokoff r hendurnar eftir barninu, og lék hæðnisglott um varir hailSi Taizan

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.