Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1978, Blaðsíða 4
0 Foreldrar skáldsins, Christine Mathilde og Hans Jörgen Andersen. Hún kom nær og nær, þangaö til ennið á henni snerti viö enninu á mér, svo að mér sýndist hún hafa aðeins eitt stórt auga í miðju enni. Mér seig aftur svefn á brá, og þegar ég opnaði augun að nýju, var víst langt um liðið, því að sólargeislana lagði þá beint inn um gluggann til mín. Fyrst í stað virtist mér eins og mamma mundi alls ekki hafa farið að heiman, en aðeins brugðið sér inn í hina stofuna. Eins og svo oft áður hafði henni tekist að bægja öllu andstreymi á bug með brosi sínu. Það var eins og þetta bros lægi enn í loftinu og yki mér dirfð og dug. Systir mín litla var líka svo væn að halda áfram að sofa. Mér gafst tóm til að fara í fötin og ganga frá hinu og öðru, áður en hún vaknaði. Ég var öðru hverju að skjótast fram í eldhús til þess að líta eftir kaffikönnunni. Hún stóð rétt hjá niðurfalls- pípunni frá íbúðinni á loftinu ásamt diski, sem á var brauðsneið með floti og hálfkroppuð reykt síld. Ég leit ofan í bollann minn, aðeins rétt sem snöggvast. Sykur og rjómi, — hvílíkt sælgæti. Og ekki var það naumlega úti látið, sem mamma hafði skammtað mér í bollann. Ég varð að fá mér ofurlítið bragð, rétt á teskeiðaroddi! Með því að fara nógu gætilega, laumast að hnossgætinu, ef svo mætti segja, ætti að mega dreypa á því án þess að ódrýgja það til muna. En þetta vildi því miður ekki takast, og áður en varði var búið úr bollanum. Það var leiðinlegt, því að nú gat ekki orðið um neitt morgunkaffi að ræða. Svart og sykurlaust kaffi var lítió sælgæti. Og ég var ekki ennþá orðinn svo frakkur, að mér kæmi til hugar að fara í matarskápinn. Til allrar hamingju vaknaði systir mín litla rétt í þessu. Hún rak upp org, sem var upphafið að langvarandi reiðikasti. Líklega hefur henni gramist það svona, að hún n 3f skyldi hafa sofið yfir sig. Hún varð blárauð í framan vonsku og braust um á hæli og hnakka svo að við sja1 lá, að hún ylti út úr vöggunni. Við pelanum vildi hún ekkl líta' Ekki var ég maður til að bera hana, en með Þv' a reigja mig nógu mikið gat ég dröslað henni á undan wer eftir gólfinu. Þannig tókst mér með miklum erfiðismununl að roga henni inn í hina stofuna og upp í legubekkien Þar virtist hún una sér vel. Ég stritaði stórum, og loksinS gat ég komið henni fyrir í öðrum legubekkskrikanum °9 borðinu þar fyrir framan. En ekki leið á löngu, Par henni var farið að leiðast þarna og hún tók að hrópa „upp, upp!" eins og hún var vön, svo að ég varð að fara að bisa við að koma henni þaðan aftur, en áður ha henni þó unnist tími til að bleyta fallega legubekkihn hennar mömmu, sem við máttum ekki einu sinni snerta- Ég burðaðist með hana fram og aftur um íbúðin3 reyndi eftir megni að dvelja um fyrir henni, lofaði hen að hringla í höldunum á kommóðuskúffunum, þangað ' hún var orðin leið á því, og hélt svo af stað með Pa ^ aftur. Ég fitjaði upp á einu af öðru, en hún gat ekki un við neitt til lengdar. Stund og stund gat hún virst m hugann allan við einhvern hlut, og ég var farinn að hr° happi yfir því að mega nú vera í friði ofurlitla stund’ áður en varði rak hún upp org til merkis um, að nú v hún halda áfram ferðalaginu. Enn í dag er mér ósk'fi3^ legt, hvernig ég fékk afborið þetta eða sætt mig við verða að láta undan öllum hennar miskunnarla^ keipum og kenjum. Ef til vill hefði ofurlítill skellur 9e^s, komið henni til að hrína úr sér óþekktina, svo að (i $ hefði til fyrir betra skapi. Mamma tók stundum til P ^ ráðs við okkur krakkana, — að vísu mjög sjaldan. En . gat ekki fengið af mér að blaka hendi við systur m1 svona lítilli, þó að ég ætti það til að bíta og berja G bróður minn, ef svo bar undir. ^ Ég hélt því áfram með hana, næsti áfangastaðurva hjá sandkassanum í eldhúsinu. Hann var fullur af <a9 hvítum gólfsandi, en í sandinum geymdi mamrna 9^. rætur. Þarna virtist litla systir loksins ætla að festa ý • c<=r uh1 En svo komst sandur í augun á henni. Hún neri se ^ augun og æpti hástöfum. Ég gat ekki varnað því, að ^ fálmaði upp í andlitið á sér, á meðan ég var að reyr,a^^j þvo sandinn úr augunum. Hún bar alltaf meira af sa^ upp í augun, þegar ég ætlaði að fara að hjálpa hennl sló á hendurnar á henni, og um leið varð mét hversu hörmulega ósjálfbjarga ég var. Og sjálfur <°r .j að orga ennþá hærra en hún. Ég reyndi að kyssa ^an^af fyrirgefningar fyrir að hafa slegið hana, en litla s^st'^aði inn raunar alveg eins hrygg yfir þessu og ég, og það v° ekki lengur fyrir reiði í gráti hennar. Hún glennti munn upp á gátt og slefaði framan í mig í fyrirgefningars ’ En hún hélt samt áfram að gráta jafnvel ennþá beisk en áöur. Það var eins og í þessum gráti lægi sart>'rjð ákæra á mig fyrir breytni mína. Ég hafði barið hana, ba 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.