Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 42

Æskan - 01.11.1981, Blaðsíða 42
SKÓLINN SEM GERIR MENN AÐ STÓRMEISTURUM í miðstöð ungherjanna í Moskvu hefur eitt húsið verið gert að taflskóla. Skólastjórinn heitir Alexander Kostjof. Það sem hér fer á eftir sagði hann blaðamanni APN. Ég er þrítugur. í fimmtán ár hef ég verið meira og minna tengdur skáklistinni og ungherjamiðstöðinni. Ég man eftir því, að þegar ég kom hingað í fyrsta skipti stífnaði ég hreinlega af undrun þegar ég kom í gættina. Ég varð svo hissa á því að svona gífurlega mikið pláss væri ætlað eingöngu fyrir taflmennsku. Þarna voru ekki bara venjulegir áhugamenn að segja jafnöldrum mínum til, þarna voru landsmeistarar og stórmeistarar að kenna, t. d. Vladimir Símagín. I' þessum skóla var mér ekki ein- ungis kennt að tefla vel, heldur fékk ég áhuga á að gera skákina að ævistarfi mínu. Þegar ég lauk námi héðan fór ég í skákdeild í íþrótta- skóla. Eftir að hafa lokið honum kom ég hingað aftur og gerðist þjálfari. Stuttu síðar tók ég við skólastjóra- stöðunni. Núna eru 450 manns í námi hjá okkur. Við erum með tólf þjálfara sem leiða 31 námshóp. Þeir skipuleggja skákmót og keppni til að æfa fólk og fundi þar sem nemendur þeirra geta hitt fræga sovéska skák- menn. Á þessa fundi koma oft gamlir nemendur skólans sem nú eru orðnir stórmeistarar. Nemendur okkar eru mjög stoltir af því að vera í þess- um skóla. Úr honum hafa komið tveir heimsmeistarar í unglingaflokki. Sá fyrri, Valerij Tsekof, fékk þennan titil 1975 og hinn, Arthur Júsúpof, 1977. Það er ekki auðvelt að öðlast viðurkenningu í skák- heiminum. Það er langt því frá að allir okkar nemendur verði stórmeistarar. En taflmennskan gefur hverjum ein- stakling þá stórfenglegu gleði að njóta þess að finna andann þroskast. Hún hjálpar fólki til að skerpa hugs- unina og móta persónuleikann. Ég gleymi ekki því sem gerðist á hinni árlegu sýningu ungherjamiðstöðvarinnar á barna- og unglingakvik- myndum. í stærsta salnum voru sýndar bestu kvikmyndir sem völ var á frá öllum heiminum, bæði leiknar myndir og teiknimyndir. í sýningarhléunum stóðu hinir ungu kvik- myndaunnendur oft við gluggana á skólanum okkar til að fylgjast með skákmönnunum. Þegar þeir fóru heim að lokinni sýningu kíktu þeir aftur á þessi „undrabörn" og undruðust mjög að þeir skyldu geta setið svona hreyf- ingarlausir klukkutímum saman. Þá hugsaði ég um það, hve dapurlegt það væri, að ekki skyldu allir unglingar geta kynnst þeirri stórkostlegu ánægju sem skákíþróttin hefur upp á að bjóða. Það eru ekki allir sem fá að upplifa spennuna sem þessi andlega keppni veitir, keppni sem ekki þarf á minni líkamsorku að halda en hvaða önnur íþróttagrein sem er og veitir ekki minni gleði. 42 Börn og unglingar, minnist þess að ÆSKAN ER YKKAR BLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.