Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1981, Page 42

Æskan - 01.11.1981, Page 42
SKÓLINN SEM GERIR MENN AÐ STÓRMEISTURUM í miðstöð ungherjanna í Moskvu hefur eitt húsið verið gert að taflskóla. Skólastjórinn heitir Alexander Kostjof. Það sem hér fer á eftir sagði hann blaðamanni APN. Ég er þrítugur. í fimmtán ár hef ég verið meira og minna tengdur skáklistinni og ungherjamiðstöðinni. Ég man eftir því, að þegar ég kom hingað í fyrsta skipti stífnaði ég hreinlega af undrun þegar ég kom í gættina. Ég varð svo hissa á því að svona gífurlega mikið pláss væri ætlað eingöngu fyrir taflmennsku. Þarna voru ekki bara venjulegir áhugamenn að segja jafnöldrum mínum til, þarna voru landsmeistarar og stórmeistarar að kenna, t. d. Vladimir Símagín. I' þessum skóla var mér ekki ein- ungis kennt að tefla vel, heldur fékk ég áhuga á að gera skákina að ævistarfi mínu. Þegar ég lauk námi héðan fór ég í skákdeild í íþrótta- skóla. Eftir að hafa lokið honum kom ég hingað aftur og gerðist þjálfari. Stuttu síðar tók ég við skólastjóra- stöðunni. Núna eru 450 manns í námi hjá okkur. Við erum með tólf þjálfara sem leiða 31 námshóp. Þeir skipuleggja skákmót og keppni til að æfa fólk og fundi þar sem nemendur þeirra geta hitt fræga sovéska skák- menn. Á þessa fundi koma oft gamlir nemendur skólans sem nú eru orðnir stórmeistarar. Nemendur okkar eru mjög stoltir af því að vera í þess- um skóla. Úr honum hafa komið tveir heimsmeistarar í unglingaflokki. Sá fyrri, Valerij Tsekof, fékk þennan titil 1975 og hinn, Arthur Júsúpof, 1977. Það er ekki auðvelt að öðlast viðurkenningu í skák- heiminum. Það er langt því frá að allir okkar nemendur verði stórmeistarar. En taflmennskan gefur hverjum ein- stakling þá stórfenglegu gleði að njóta þess að finna andann þroskast. Hún hjálpar fólki til að skerpa hugs- unina og móta persónuleikann. Ég gleymi ekki því sem gerðist á hinni árlegu sýningu ungherjamiðstöðvarinnar á barna- og unglingakvik- myndum. í stærsta salnum voru sýndar bestu kvikmyndir sem völ var á frá öllum heiminum, bæði leiknar myndir og teiknimyndir. í sýningarhléunum stóðu hinir ungu kvik- myndaunnendur oft við gluggana á skólanum okkar til að fylgjast með skákmönnunum. Þegar þeir fóru heim að lokinni sýningu kíktu þeir aftur á þessi „undrabörn" og undruðust mjög að þeir skyldu geta setið svona hreyf- ingarlausir klukkutímum saman. Þá hugsaði ég um það, hve dapurlegt það væri, að ekki skyldu allir unglingar geta kynnst þeirri stórkostlegu ánægju sem skákíþróttin hefur upp á að bjóða. Það eru ekki allir sem fá að upplifa spennuna sem þessi andlega keppni veitir, keppni sem ekki þarf á minni líkamsorku að halda en hvaða önnur íþróttagrein sem er og veitir ekki minni gleði. 42 Börn og unglingar, minnist þess að ÆSKAN ER YKKAR BLAÐ

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.