Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1989, Side 19

Æskan - 01.05.1989, Side 19
Amma var í nýjum kjól °g mamma líka. Litlu tröllin voru líka fín. ~ Og svo hegðið þið ykkur eins og almennileg tröll, sagði pabbi þeirra hvass. ~ Engin áflog eða læti, þá sendi ég ykkur heim! ~ Auðvitað, sögðu strákarnir. En þeim kom ekki til hugar að gegna honum. Fyrst var drukkið kaffi. Eað tók langan tíma því að tröllin voru mörg °g borðuðu mikið. Svo var farið í trölla-leiki. Tröll hafa gaman af að leika sér, sérstaklega gömul tröll, °g þau léku sér svo lengi að tröllaballið gat ekki byrjað fyrr en seint um kvöldið. Ln þá var nú líka fjör! dönsuðu úti í skógi. Sólin var löngu sest ^g tunglið komið upp. ^að þótti tröllunum skemmtilegt Pví að þau eru svo rómantísk. ^óniasína litla §®úi pakkanna hans afa. Hún taldi þá ^g skrifaði upp vað hann fékk frá hverjum Pví að hún skrifaði ®ói fljótt og vel. ^akkarnir voru 636! Seinna um nóttina tók Tómasína eftir því að þeir voru aðeins 630. Hinir voru horfnir. Tómasína sótti Tyrfing og þau fylgdust með gestunum. Þá sáu þau að Teddi gamla-tröll laumaðist í burtu með fulla vasa. Tyrfingur stökk af stað. - Grípið þjófinn! skrækti Tyrfingur og hljóp á eftir Tedda gamla. Nú varð mikill handagangur í öskjunni. Teddi gamli var króaður af og gjafirnar teknar af honum. Hann bara grét og grét. - Mig iangaði svo í gjafir! Ég á aldrei afmæli! snökti hann. Afi vorkenndi Tedda gamla. - Eigðu þetta, gamli jaxl, sagði afi bara. - Ég á svo mikið. Svona var trölla-afi góður! En það voru ekki allir góðir. Margir vildu rífast og enn fleiri vildu fljúgast á. Og fyrr en varði logaði allur skógurinn í áflogum. Teikningar: Níu ára börn í Grundaskóla á Akranesi Tröllabörnin urðu hálf-hrædd. Þau stóðu bara og horfðu á. Tröllin voru svo æst, sérstaklega gömlu tröllin. Borð og bekkir voru brotin, kökur og kaffi sópaðist niður á jörð. Tómasína og Tyrfingur sáu pabba sinn inni í miðjum hópnum. Hann var rauður í framan og flaugst á eins og hann ætti lífið að leysa. - Sjáðu pabba, hvíslaði Tyrfingur. - Hann bannaði okkur að fljúgast á og er svo ekkert betri sjálfur! Tómasína og Tyrfingur tókust í hendur og flýttu sér heim á leið. Á leiðinni litu þau við og sáu skóginn loga af áflogum. Mikið gátu fullorðin tröll annars verið skrýtin! ÆSKAN 19

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.