Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1989, Page 22

Æskan - 01.05.1989, Page 22
*i t>* ÖRIUM VEGI Að spranga og bjarga lunda- pysjum 22 ÆSKAJW Guðjón og Marý að spranga Frjálsar íþróttir sKemmtilegastar Heimir Ijósmyndari brá sér til Vestmannaeyja ífyrra og tók myndir af nokkrum krökkum sem hann hitti á Jörnum vegi. Hann kom þar að er krakkar voru að spranga. Það orð hajið þið líklega ekki öll heyrt. Að spranga er að sveijla sér á taugjrá ákveðnum stað yfir að kletti og til baka. Taugin kallast spranga. Misjajnt er hvar byrjað er - ejtir aldri og Jærni þeirra sem leikinn iðka. Staðimir nejnast barna- steinn, almenningur, stígvél og sylla. Þeir vönustu bera það við aðjara í kollhnís og leika aðrar listir þegar þeir spranga. Stundum myndast löng biðröð við sprönguna og sagt er að krakkar eigi það til að beita brögðum og svindla dálítið til að þurja ekki að bíða eins lengi. Við trúum ekki að það gerist ojt því að ejlaust koma Jlestir drengilegajram. Guðjón Ólafsson er 11 ára og á heima að Illugagötu 7. Hann á tvö systkini, Karen 13 ára og Árna Óla sem verður sex ára í júlí. Guðjón leikur sér stundum í spröngunni en skemmtileg- ast finnst honum í frjálsum íþróttum. Hann hefur æft þær í fimm ár. - Er algengt að krakkar byrji svo ungir að æfa íþrótt- ir? „Nei, líklega ekki, að minnsta kosti ekki frjálsar íþróttir. En mamma mín er þjálfari. Hún heitir Árný Heiðarsdóttir. Karen byrjaði líka ung og Árni Óli er nýbyrjaður að æfa.“ Hvaða greinar finnst þér skemmtilegastar? „Hástökk, kringlukast og spjótkast.“ - Æfa margir krakkar í Eyjum frjálsar íþróttir? „Nei, knattíþróttir eru miklu vinsælli en þær. Það eru líklega um 30 5-14 ára krakkar sem æfa ýmsar grein- ar frjálsra íþrótta.“ Guðjón hefur keppt á ís- landsmótum 12 ára og yngri - utanhúss í fyrrasumar og innanhúss í vetur. Hann segir að sér hafi „bara gengið vel“- Hann á framtíðina fyrir sér, keppir líka í þessum flokki a næsta ári - og að sjálfsögðu i sumar. Guðjón á tík sem heitir Týra. Hún er rúmlega árs- gömul. Hann eignaðist hana þegar hún var lítill hvolpur- Hann segir að margir Vest- mannaeyingar eigi hunda. -Hefur þú farið til útlanda? „Já, við fórum til Flórída í Bandaríkjunum um jólin 1 hittifyrra. Mér fannst skemmtilegast í Disneý- heimi.“ Flokkurinn heitir Krúttpjakkar Marý Linda Jóhannsdóttir verður 13 ára 16. júní. Hún a heima að Dverghamri 34. Systur hennar heita Elín og Lóa. Þær eru níu og þrigg)3 ara.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.