Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1989, Side 33

Æskan - 01.05.1989, Side 33
villiköttur eftir Hafrúnu Björnsdóttur. VtUi sá þegar bíllinn ók á Dúllu. Þegar hann var farinn hljóp Villi t]l hennar og sagði: »Dúlla, Dúlla, vaknaðu, Vaknaðu!“ En Dúlla rankaði ekki við sér. Villi vissi ekki hvað hann ætti að taka til bragðs. Hann sá stóran v°rubíl fram undan. Hann hrökk í kút og reyndi að ýta Dúllu af Veginum. Þegar bíllinn renndi fram hjá var ftann loksins búinn að ýta henni af Veginum. Svo sagði hann við s)álfan sig: »Uff3 vá, maður, þarna munaði ntjóu!“ Nú var komið kvöld og Dúlla Var ekki vöknuð enn. Villi var °r^inn leiður á að bíða en hann gsfst ekki upp. Þegar morgnaði vaknaði Villi en Pá var Dúlla horfin. Hann fór að eita og spurði alla ketti sem hann Sa en enginn vissi neitt. Loks sPUrði gamall köttur: »Ertu að leita að hvítri læðu sem heitE Dúlla?“ ”Já>“ sagði Villi. ”Eg veit hvar hún er,“ sagði gamli kötturinn. »Hvar er hún?“ spurði Villi. ”Eg var á gangi; þá sá ég mann ent tók upp hvíta læðu og það var PHa. Hann setti hana inn í bílinn 8 fór af stað.“ Þá sagði Villi: ”Veistu hvert hann fór?“ ”lá>“ sagði gamli kötturinn. í’ ann fór með hana í attaverslunina.“ ”Af hverju?“ spurði Villi. »Af því ag ^ún var veik.“ sa nn var komið kvöld og þá 81 Villi við sjálfan sig: ”Nú ætla ég að ná Dúllu.“ Kittir Viíii Dúllu aftur eða ekki?? (Framhald) Tveir kettlingar 5önn saga eftir Jóhönnu Maríu Oddsdóttur 12 ára. Formáli: Þegar ég nefni systur mínar á ég við Rannveigu, Fríðu og Þórgunni. Þegar ég segi „ Við “ er það pabbi, ég og Þór- gunnur. í byrjun apríl 1987 átti læða að nafni Lóa kettling. Var hann orðinn fremur stór þegar við fundum hann. Kettling- urinn var látinn heita Perla og Þórgunn- ur fékk að eiga hann. 8. maí 1987 fæddist annar kettlingur. Þegar við fundum hann var hann kald- ur og hreyfíngarlaus og ekkert lífsmark með honum. Við reyndum að hlýja honum en ekki var það auðvelt. Læðan, sem átti hann, hét Doppa Lipurtá. Hafði hún skilið við hann og ekki gefið honum að drekka svo að hann var nær dauða en lífl. Ég og pabbi settum hann á hitadunk í mjólkurhúsinu og létum peysu undir hann. Ég klappaði honum á meðan pabbi sprautaði dálitlu vatni upp í hann. Allt í einu byrjaði hann að mjálma eymdarlega, síðan aðeins að hreyfa sig. Loks lifnaði hann alveg við. Við reyndum hvað eftir annað að fá Doppu Lipurtá til að gefa honum en hún vildi það ekki. Stuttu eftir kom ég aftur inn í hlöðu og þá fann ég skýringu á þessu því að þá sá ég að annar köttur var að sjúga hana. Þann hafði hún átt árið áður. Þá fór ég fram í fjós og við pabbi velgdum kúamjólk. Síðan þvoði ég tóma penisilín-sprautu og við settum mjólkina í hana. Við sprautuðum henni hægt og rólega upp í kettlinginn. Gekk það bara vel. Svo nefndi ég kettlinginn eða gaf honum nafn. Af því að þetta var læða lét ég hana heita Jóhönnu Maríu eftir sjálfri mér því að hún fæddist á af- mælinu mínu. Morguninn 9. maí rann upp og ég fór upp í fjós. Ég gekk rakleitt inn í hlöðu og til kettlingsins með volga mjólk í sprautu. Þegar ég kom inn og leit í hreiðrið sá ég hvar Lóa var komin og lá með báða kettlingana. Sugu þeir hana af miklu kappi. Ég varð svo glöð að ég get varla lýst því. Ég strauk læðunni og hún malaði af ákafa. Dagarnir liðu og liðu hratt en aldrei leið þó svo dagur að ég færi ekki upp í fjós, stundum ásamt systrum mínum. Kettlingarnir voru sprækir og liðugir og hlupu um alla hlöðuna. Stundum voru þeir komnir inn í aðra hlöðu. En svo gerðist það hræðilega. Kettl- ingarnir sváfu í grasinu fyrir utan hlöð- una og sáust ekki. Pabbi var að slá á stórri sláttuþyrlu og þeir urðu undir henni og dóu. Ég hugsaði um þá marga daga eftir slysið. Þeir voru hjá mér í draumum mínum. Eftirmáli: Þetta var slys. Enginn gat að þessu gert. Þeir sváfu. Pabbi var að slá. (Sagan hlaut aukaverðlaun í samkeppni Æskunn- ar og Barnaútvarpsins 1988) ÆSKAU 33

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.