Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1989, Page 24

Æskan - 01.10.1989, Page 24
hliðina á kertinu. Kassinn hafði örugg- lega einhvern tíma verið skókassi eftir stærð og lögun að dæma. Hann var brúnn af elli og utan um hann var vafið band. Ég opnaði kassann varlega og tók upp það fyrsta sem ég rak augun í. Það var brúða. Hún var með hðað ljóst hár sem náði niður á bak. Andlitið var úr postulíni og var greinilega handmálað. Þegar ég skoðaði það við kertalogann tók ég eftir samskeytum á andlitinu eftir Erlu ÓsK Arnardóttur 14 ára Það brakaði þægilega í snjónum. Ég | andaði að mér svölu vetrarloftinu og | herti gönguna. Fyrir utan örfáa bfla | sem óku fram hjá mér fannst mér ég | vera ein í heiminum. Það var stjörnu- 1 bjart og undarleg kyrrð fyllti loftið. | Það var eins og tíminn stæði kyrr, eins | og hann vildi ekki halda áfram heldur | festa sig í andránni. Ég beygði inn litla | hliðargötu og kom í dimmt port. Ég kvaddi myrkrið og gekk upp 1 stiga, inn í gamalt timburhús. Ég hafði | oft komið inn í þetta hús og þótt | dimmt væri rataði ég inn í litla forstofu | þar sem ég kveikti ljós. Angan af greni, | kaffi og nýbökuðum kökum fyllti vit- | und mína. Lyktin minnti mig á þann | tíma sem framundan var, jólin. | Ég virti fyrir mér forstofuna og stað- | næmdist við síma. Hann var svartur og gljáinn farinn af handfanginu eftir ára- langa notkun. Á skífu hans var bréfmiði með ógreinilegu letri. Ég tók miðann upp og las: Ég kem um tíuleytið. Það eru kökur í eldhúsinu. Reyndu að hafa of- an af fyrir þér. Amma. Ég lagði miðann frá mér og gekk í átt að eldhúsinu. Eldhúsinnréttingin var ljósmáluð og á einstaka stöðum örlítið flögnuð. Ég settist niður og nartaði í smákök- ur sem voru á borðinu. Ég hafði komið hingað til að hjálpa ömmu og einnig til að leita að einhverjum gömlum fötum til að nota í jólaleikritið í skólanum. Tíminn leið hægt svo að ég ákvað að fara upp á háaloft og gramsa í dótinu þar. þegar ég var komin hálfa leið upp á háaloft mundi ég eftir því að þar var rafmagnslaust svo að ég skaust niður og náði í kerti. 24 Æskan Það ískraði aðeins í hleranum á háa- loftinu og á móti mér streymdi and- rúmsloft sem einkenndist af ryki og lykt af gömlum hlutum. Ég hnerraði og hugsaði með mér, að hér hefði ekki verið tekið til lengi. Bjarminn af kertinu lýsti upp loftið og við mér blöstu kassar og alls kyns dót sem hafði einhvern tíma verið þarfaþing en hlaut hér hinstu hvflu sína. Ég skoðaði mikið af dótinu en fann ekkert sem vakti áhuga minn. Ég leit yfir herbergið og kom auga á lítinn kassa úti í einu horninu. Þetta var mjög venjulegur kassi en það var eitthvað sem mér fannst merki- legt við hann. Ég náði í hann og settist á gólfið við | sem bentu til þess að það hefði ein- i hvern tíma brotnað. Þegar brúðunni | var snúið mátti greina hljóð sem líklega | átti að þýða „mamma“. Hún var í blá- | um kjól með blúndum og í litlum hvit- | um skóm. Önnur höndin var farin af I og annað eyrað brotið en samt var hun | falleg. Ég lagði hana frá mér og leit aftur 1 | kassann. í honum voru nokkur blöð og 1 ein stflabók. í hana hafði barn skrifað. 1 Ég tók brúðuna upp til að leggja hana I aftur í kassann en þá datt hálsmen nið- | ur úr hálsmálinu. Ég bar það að kertaloganum. Á háls- 1 meninu hékk gullhjarta. Fallið var a | það en samt mátti greina áletrun. Eg I þurrkaði það með peysunni minni og sa | þá að á því stóð „Hugrún.“ Ég var farin að þreytast og byrjaði að | geispa. Ég lagði brúðuna aftur í kass- | ann og lokaði honum en geymdi háls- I menið. Ég ætlaði að spyrja ömmu urn 1 það þegar hún kæmi. Á háaloftinu voru geymdar gamlar

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.