Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 33

Æskan - 01.04.1990, Blaðsíða 33
Heilbrigt líf- án áfengis tímariti Bindindisfélags Ufn3nna ooru nýlega So°r nokkurra þekktra s endinga uiö spurningun- ■ f' H°er er afstaöa þín til engis og hvaö ræöur ^ehni? _ 2. Hvaö finnst þér Udast að gera í áfengis- °°rnum? J^ukur Gunnarsson Pr°ttamaður: i. p v6q a er bindindismaður Ur ^ t1685 að ég er íþróttamað- dr’e^, ePPnismaður. Einfaldlega Ve9na ^ eKKi afengt v‘n Þess áfen fræðslu um skaðsemi 'nr>i - Kynna fyrir þjóð- ekki * Ísiendingar kunna Og skemmta sér án áfengis hafgJarnan Þa í framhaldi að setTl e'nf>vern þann stað þar áfen 9ætu skemmt sér án ^ 8' Bragadóttir, ^Pmgmaður: rrie^ ^en9i fer að öllu leyti illa vera °kkur og ég tel tilveruna betr-,IinUn ^j^rtari og maður lifir Ja|lfi án þess. ^áð fordaemi eru gulls er lífsstíll margra þekktra Islendinga. ígildi. Á aldrinum 8-9 ára eru börn mjög áhrifagjörn og þar finnst mér eins og vanti meiri fræðslu í skólum. Við munum eftir því þegar mikið andóf var gegn reykingum. Par var á ferð- inni eitthvað áþreifanlegt í fræðslumálum. Einnig væri gott ef unglingar, sem hefðu lent í fíkniefnum, gætu komið í skóla og vitnað um bitra reynslu sína af þeim. hannig gætu eldri ung- lingar, sem hefðu komið í snert- ingu við þetta vandamál, sagt frá reynslu sinni. Æskilegt væri að Ríkissjónvarpið sýndi mun fleiri fræðslumyndir um líkam- legar afleiðingar vímuefna- neyslu. Slíkt er alltaf mjög á- hrifaríkt. Porvaldur Halldórsson, tónlistarmaður: 1. Ég er mótfallinn notkun á- fengis. Hefi prófað hvort tveggja og vil sjá veröldina og njóta hennar með fullu viti með öll skynfæri virk. Pá nýtur maður tilverunnar betur. Ég hef einnig gert mér grein fyrir þeirri hættu, sem fylgir notkun áfengis við störf og akstur. 2. Brýnt er að koma í veg fyrir að unglingar noti áfengi. CJng- lingar ánetjast fíkn miklu fyrr en fullorðnir og því markmiði má ná með forvarnarstarfi sem byggist á fræðslu. Vinna þarf að hugarfarsbreytingu hjá fólki, að það sé ekki fínt að sveifla glasi, að fólk hálf skammist sín fyrir að neyta þess. Með því að stunda hollar lífsvenjur og í gegnum kristna trú öðlast maður lífsfyllingu sem nær langt út fyrir þau áhrif sem vímuefni geta nokkru sinni veitt. Erlendur Kristjánsson, æskulýðsfulltrúi ríkisins: 1. Afstaða mín til áfengis er sú að það sé skaðlegt heilsu fólks og óhamingjuvaldur. P>að sé því hverjum manni fyrir bestu að nota það sem minnst og helst að komast hjá því með öllu. Qegnum tíðina hefur maður horft upp á marga vini sína verða áfengi að bráð, ungt fólk í blóma lífsins sem hefur ekki gert sér grein fyrir að það hafði ekki vald yfir því að nota áfengi í hófi. Mjög fáir hafa þann styrk að geta stjórnað svo neyslu sinni að hún komi ekki niður á þeim sjálfum eða nánustu að- standendum. Það er því hverjum hollast að láta áfengi eiga sig. Segja nei takk! er slíkt er boðið. Það er engin skömm að því að neita, heldur miklu heldur litið á það sem ákveðinn styrk. Þeir sem nota ekki áfengi eru síður en svo hjákátlegir. Oft gefur fólk þá skýringu að það hafi byrjað að neyta áfengis til að vera með. Að sagt hafi verið við það: „Féðu þér með okkur til að geta tekið þátt í samkvæminu. Vertu skemmtilegur. „Ein af ástæðun- um fyrir þessum þrýstingi er sú að þeir sem þurfa á áfengi að halda og hafa ekki nægilegan viljastyrk til að segja nei, þurfa að fá fleiri með sér til að rétt- læta áfengisneyslu sína. 2. Það eru ný og gömul sann- indi að áfengi er engum manni hollt. Því hlýtur það að vera mikilvægt verkefni stjórnvalda að efla áfengisvarnir sem mest. Til þess að slíkt megi takast þarf að koma á fræðslu í skól- um Iandsins, gefa út námsefni, mennta kennara og fá til liðs við stjómvöld einstaklinga og fé- lagasamtök sem vilja vinna að þessu þjóðþrifamáli. Á síðari árum hefur orðið nokkur breyting á viðhorfum fólks til áfengis á þann veg að það sé ekki fínt að vera drukk- inn. Þeir sem nota áfengi hafa reynt að fara betur með það. Sú heilsubylting, sem verið hefur ráðandi, hefur hjálpað þar til. Með tilkomu áfengs öls hefur því miður orðið breyting á til hins verra. Margir líta ekki á það sem áfengi og þeir einstaklingar sem veikir eru fyrir sjá sér leik á borði. Því er ungu fólki enn meiri hætta búin nú en áður hvað varðar framboð á vímu- gjöfum með tilkomu sterks öls. Æskan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.