Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 43

Æskan - 01.06.1994, Blaðsíða 43
PLðTUOÓmtt Titill: Smekkleysa í hálfa öld Flytjendur: Ýmsir Einlægni og heiðarleiki gagnvart sjálfri sér eru meðal þess sem lagt hefurgrunn að ofurvin- sætdum Bjarkar. í samræmi við þá eiginleika semur og syngur Björk einungis á íslensku þegar um er að ræða hljómleika eða plötu fyrir islensk- an markað. islenskir eftirhermupopparar gætu margt af Björk lært. Hér er boðið upp á rjómann af hinum metnaðarfyllstu nýskapandi poppurum íslenska lýðveldisins. Tölvupopp er á- berandi. Þau lög eru flest of löng. Fjöl- breytni skortir til að bera uppi 4-5 mín- útna lengd - þó að um ágæt lög sé að ræða. Rokkið er að losna úr viðjum tölvu- keimsins hjá Bubbleflies. Hljómsveitin er greinilega að sækja í sig veðrið þó að hún sé ofmetin sem bjartasta von rokks- ins. Björk Guðmundsdóttir á meistara- stykki plötunnar, hið angurværa lag, Um akkeri. Þar kveðst hún á skemmtilegan máta á við látlausar tónafléttur blástur- hljóðfæra í stíl Kurts Weils og Lindsayar Cooper. Björk á hrós skilið fyrir að vera ætíð trú því grundvallaratriði metnaðarfulls ís- lensks listamanns: Að syngja á íslensku fyrir íslendinga. Titill: Heyrðu 4 Flytjendur: Ýmsir Fyrr á árinu kom út safnplatan, Heyrðu 3. Hún var ein besta vinsælda- lista-safnplata í mörg misseri. Heyrðu 4 er eins konar framhald af henni. Helgi Björnsson og SSSól bera enn af íslensku flytjendunum. „Lof mér að lifa“ er vinaleg popp- rokk-ballaða í anda „Loser“ með Back og Nirvana-laganna sem byrja rólega en þeytast svo í háaloft. Hitt Sólar-lagið á plötunni er í Stóns- stílnum, léttrokkað popp. Quicksand Jesus hljómar alltaf eins og Jet Black Joe. Þeir treysta sér ekki enn þá í textagerð á íslensku. Hunang er með dansvænt fönk-popprokklag, „Glimmer". Flutningur Bliss á Lillu Jóns gengur ekki upp. Guðbergur Auðunsson gerði því lagi betri skil í gamla daga. Sjötta íslenska lagið á plötunni er Nætur með Siggu Beinteins. Það er úr söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Hvorki betra né verra en önnur siík lög. En það stenst ekki samanburð við Araba-tölvupopplagið hans Enigma eða þjóðlegt fiðlupopp Millu, kassagítar- popp Morrisseys eða danshalla-ragga- popp CJ Lewis, Dr. Albans og Big Mountains. Heildareinkunn: 5,0. Næstir Björk að gæðum eru rokkafinn Rúnar Júlíusson (Hljómar, Trúbrot, GCD) & Unun, Texas Jesus, Maus og Kolrassa krókríðandi. Þeir fyrrnefndu eru með frísklega og lauflétta poppslagara. Sigur- vegarar Músíktilrauna, Maus og Kol- rassa, bregðast engum vonum, hvorar tveggja framsæknar, sprækar og spenn- andi nýrokksveitir. Kolrassa er vitaskuld búin að gera margt vel. En hér er þessi magnaði kvennarokks-kvartett með sitt allra besta lag, Gammagarg. Galli á gjöf Njarðar er að upplýsingar vantar á plötuumbúðunum um þá 17 flytjendur sem standa að þessari áhuga- verðustu safnplötu síðustu ára. Einkunn: 7,5 (lög), 3,0 (textar), 9,0 (túlkun) = 6,5. Titill: Æði Flytjendur: Vinir vors og blóma Hólmararnir, Vinir vors og blóma, eru dæmigerðir gleðipopparar á dreifbýlis- vísu (Greifarnir frá Húsavík, Stuð- kompaníið frá Akureyri, Geirmundur frá Sauðárkróki). Stuð, fjör, hopp og hí. Hvert stakt lag hljómar þokkalega en heildarsvipurinn er einlitur, einkum laga- smíðar og söngur. Flámælskan er pirr- andi („ég beð um freð/lifum lífinu lef- ande...). Ellen Kristjánsdóttir birtist eins og frelsandi engill í lokalaginu. Söngur hennar er þýður og smekklegur. Fleiri gestir, bæði söngvarar og blásturs- eða strokhljóðfæraleikarar, hefðu gert heild- armyndina litríkari og sterkari. A.m.k. helmingur laganna á þó mikla möguleika á vinsældum í útvarpi og á böllum - til viðbótar þeim sem þegar hafa aflað Vin- unum vinsælda. Sem ung hljómsveit geta þeir verið vel sáttir við frumburð sinn. Bestu lög: Æði (eftir W&B) og Himinn (eftir Þorstein G. Ólafsson). Einkunn: 6,0 (lög), 2,0 (textar), 5,0 (túlkun) = 4,5. Ellen Kristjánsdóttir beitir finlegri söngrödd sinni af smekkvísi, hvort sem er með Kombóinu eða Vinum vors og blóma. Æ S K A N 4 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.