Æskan

Volume

Æskan - 24.12.1910, Page 4

Æskan - 24.12.1910, Page 4
AÐ var aðfangadagskvöld jóla, og það var framorðið. Börnin voru háttuð og sofn- uð. Kvenfólkið sat í dag- stofunni og var að tala saman. Karlmennirnir voru inni i herbergi stórkaupmannsins og spjölluðu um daginn og veginn, en út úr borðstofunni lagði þægilegan skógar- ilm af stóra jólatrénu inn í báðar stof- urnar, og alstaðar var svo hlýtt og bjart og jólalegt. Karlmennirnir fóru að tala um börnin; þeir voru á einu máli um það, að ekk- ert væri varið 1 jólatré, ef börn væru ekki að syngja og hoppa í kringum það, því aðal-ánægjan við jólatré væri að sjá gleði barnanna og verða aftur barn með þeim. Svo fóru þeir að tala um liðna tímann, þegar þeir sjálfir voru börn. — Þá stóð upp höfuðsmaður í stórskota- liðinu og sagði, að ein væru þau jól, sem hann aldrei gæti gleymt, af því að þá hefði liann verið glaðari en nokkru sinni fyr eða siðar. Var hann þá auð- vitað spurður, hvernig staðið liefði á gleði hans á þeim jólum, og sagði hann þá eftirfarandi sögu: »Móðir mín, — já, það verð ég fyrst að segja yður; — móðir mín var okkur ágæt móðir, alt af svo mild og góð eins og sól á sumardegi, nema í einu atriði; í því var hún voðaströng, og það var ekki við lambið að leika sér, ef okkur yfirsást í því efni. I3etta atriði var sann- sögli og hreinslcilni. »Hreinskilni, hrein- skilni i öllu, það er eilt hið mesta og bezta í heimi«, var hún vön að segja. »Segið aldrei svo mikið sem hálft orð ósatt. Og ef ykkur hefir orðið eittlivað á, þá komið ekki með neinar afsakanir, því að menn segja alt af eitthvað ósatt, þegar þeir fara að afsalca sig«. Við þektum mömmu í þessu efni og gættum að okkur. Já, ég hcld að við hefðum lieldur kosið að farið hefði verið með okkur til fógetans sjálfs en að þurfa að standa frammi fyrir mömmu, þegar hún sat i djúpa græna stólnum og var að ransaka eittlivað; hún var svo skarp- skygn, að henni duldist ekki liin allra

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.