Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 21

Æskan - 15.12.1926, Blaðsíða 21
Æ S K A N 113 og vildi öllum gera golt og sem mamma þeirra hafði sagt þeim að öll börn æltu að breyta eftir. En þeim þótti miklu meira gaman að heyra sönginn en hlusta á lesturinn. Hann var svo langur og þreytandi, að sitja undir svona lengi kyr. Aftur var gaman að hlusta á jóla- sálmana. Þau kunnu sum erindin og gátu sungið þau með fullorðna fólkinu. Þegar búið var að lesa, fór mamma þeirra fram að skamla og slúlkurnar að bera inn diskana. Á þeim var alls- konar jólamatur: magáll, sperðill, smjör, potlbrauð og flatbrauð og svo laufa- brauðið. Fjórar laufakökur á diskum siúlknanna, en sex á diskurn piltanna. Og svo slórt jólakeiti ofan á hverjum diski — jólakeiti fólksins — því allir á bænum fengu jólakerti. Börnin hlupu fram og aftur um bað- stofuua og skoðuðu á diskana jafnóð- um og þeir komu inn. Seinast komu þeirra diskar og kertin þeirra með. Þá var ekki beðið með að kveikja á þeim og síðan settust þau á rúmið sitt og fóru að borða jólamatinn. Ekki var að tala um að borða hann ailan og Hugi sagði systur sinni, að Björn gamli fjósa- maður hefði sagt sér, að menn ættu að eiga ögn eftir af jólamatnum til nýárs og svo af nýársmalnum fram að þrett- ánda, þvf þá væru jólin búin, en fyr ekki. Hrefna hélt að hún yrði búin fyr með sinn mat, þó hann væri mikill, hún gæti reynt að geyma eina laufa- köku. Seinast kom svo jólagrauturinn, hnausþykkur grjónagrautur með rúsín- um i og kanel og sykur ofan á. Þegar búið var að borða, fór mamma þeirra fram að hita kaffið, en hilt fólk- ið flest tók ýmsar guðsorðabækur og fór að lesa í þeim, þvi enginn málti lesa sögubækur á jólanóttina eða snerla á spilum. Nú kallaði faðir þeirra á þau inn í hjónahúsið og lét svo aftur hurðina. »Jæja, börnin mín. Hvernig heflr ykk- ur gengið að halda það, sem ég sagði ykkur að gera um daginn? Hafið þið aldrei sagt ljótt eða ósatt síðan?« »Nei, aldrei pabbi minn«, sagði Hrefna lilla brosandi. »Það hefi ég ekki geit. Ég hefi að eins sagt: »Svei«. Er það nokk- uð ljótl?« »Neij ekki er það«, sagði faðir henn- ar. »Og þá er bezt að þú fáir jólagjöf- ina þína«. Síðan gekk hann að borðinu og lauk upp skúlíunni og tók þar upp einhvern hvítan böggul og rakti hann í sundur. Hrefna starði undrandi á böggulinn. Nei. Þetta var þá ljómandi fallegur kjóll úr ull og mosalitaður með grænum böndum og innan í voru ofurlitlir skaut- ar alveg nýir. f*á hafði Hrefnu lengi langað til að eignast. »Hrefna mín. Éelta er nú handa þér. Kjólinn áttu að eiga lengi og fara vel með hann. Hann er úr íslenzku efni að öllu leyti og litaður úr íslenzkum jurta- litum, og skautana áttu að nota, þegar svellin koma og reyna að verða góð skautastúlka. Það hressir og herðir lík- amann að æfa sig á skautum og getur oft komið sér vel, að kunna þá fögru íþrótt. En Hugi litli, ósköp ertu daufur. Hvernig hefir það gengið fyrir þér? Hef- ir þú nokkurn tima sagt ljótt eða ósatt síðan um daginn?« »Fæ ég enga jólagjöf, ef ég hefi gert þaö?« spurði Hugi í hálfum hljóðum og var grátstafur í rómnum. »Ég veit ekki, líklega verður það ekki«, sagði faðir hans. »En segðu mér nú eins og er«. »Eg var að elta trippið hana Skjónu litlu um daginn og ætlaði að láta hana inn, en hún var svo óþæg að ég réði ekkert við hana og þá sagði ég ósköp Ijótt. Ég gætti ekkert að því, fyr en það var sloppið fram úr mér. En það heyrði það enginn«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.