Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Blaðsíða 20

Sameining alþýðunnar - 01.05.1938, Blaðsíða 20
18 Swmeining alþýðmmar Skúli Þorsteinsson: Fyrsti maí ogj börnin Fyrsti maí er baráttudagur verkalýðs- ins, — alþýðu allra landa.. 1 dag, fyrsta maí, treystir íslenzkur verkalýður ra.ðir sínar, — fylkjr liði til nýrra átaV s og stærri sigra. I dag ber íslenzkur verkalýður fram kröfur sí.n- ar um. vinnu og brauð, um meira rétt- læti, meira frelsi, kröfur sínar um rétt- inn til að lifa. I dag stígur íslenzk al- þýða á stokk og strengir fögur hedt. Is- lenzkur verkalýður skilur, að á dreng- skap alþýðunnar, menntun og eldmóði, veltur framtí.ð þjcðarinnar. Allur verkalýður cg alþýða þcssa lands stillir því saman krafta sína í bar- áttunni fyrir frelsi þjóðiarinnar í nútíð og framtíð -— keppir að settu marki, sigri sósíalismans, í voJdugri samfylking. Pað er hlutverk alþýðunnar að varð- veita þá menningu, sem. þjóðin hefir öðl- azt fyrir baráttu beztu scna, sirma op; dætra, Alþýðan á að njóta hennar og jafnframt að auka hana og ávaxta. Henni ber skylda, til að varðveita þenn- an arf, og hún gerir það bezt með því að halda áfram að muna og skilja sína beztu menn, — baráttu Skúla. Magnús- sonar, Jóns Sigurðssonar, Fjölnismann- verkamönnunum, undir yfirsijórn og drottinvald atvinnurekenda og auðvalds- sinna. Von til þess, að þær tilraunir mættu heppnast, var um eitt skeið nokk- ur, en er nú. engin, —• að óbreyttum baráttuaðferðum. En aðrar baráttuað- ferðir voru til. Það vissu pólitísku æf- intýramennirnir. Þeir vildu þó, af skilj- anlegum ástæðum., ganga á snið við þær, ef annað mætti duga. En nú er til þeirra tek:ð, því, annað dugar ekki. Þetta, sem hér var sagt, er ekki get- gáta eða vafamál. Það er skjalfest stað- reynch Staðreyndin er þingskjal nr. 239, frumvarp til laga um breyting á lögum um iðnað og iðnaðarnám, sem fram hef- ur verið lagt á Alþingi. Þar er til ætl- azt, að Alþingi taki, í taumana í þess- um málum, svipti iðnaðarmenn þeim litlu réttindum, sem þeim eru fengin með nýlegum lögum um iðnað og iðnaðar- nám og reglugerð um iðnráð, og taki af iðnaðarmönnum gersamlega yfirráð yf- ir þeim sérmálum þeirra, sem mestu máli skipta. Iðnráðin nýstofnuðu á að svipta öllum afskiptum. af iðnaðarnámi, öilum rétti til að ta,km:arka of mjkið og skaðvænlegt innstreymi í iðnaðinn. Enn er til þess. ætlazt með þessu frumvarpi, að svipt sé burt einum veigamesta þætt- inum í ætlunarverki iðnráðanna: að vera ríkisstjórn til ráðuneytis um mál, er iðn- að varða. Við öllu þessu eiga að taka 3 menn,

x

Sameining alþýðunnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameining alþýðunnar
https://timarit.is/publication/397

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.