Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 4

Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 4
kommúnista mesta athygli. — Eigi verður þó séð, að þeir hafi með verkum sínum unnið sér neitt til frægðar, sem réttlæti jafnmikla fylgisaukningu og raun bar vitni. Aðrar orsakir munu vera til þess. Árni frá Múla kennir Jónasi Jónssyni, for- manni Framsóknarflokksins og Mennta- málaráðs, aðallega um sigur kommúnista, þar sem hann hafi verið einn þeirra aðal- styrktarfélagi. Drjúgan þátt mun og gamli maðurinn eiga í sigrinum og ber það sem annað vott um auðnuleysi þessa giftu- snauða manns, að verða í ellinni hjálpar- hella sinna bitrustu fjenda. Annars skal ekki farið út í þá sálma hér að rekja or- sakir fyrir sigri kommúnistanna, en þeir eru orðnir þriðji stærsti þingflokkurinn í landinu, svo að alþýðan, sem kaus þá, má nú líklega vænta einhvers frá þeirra hendi og að áhrifa þeirra fari nú að gæta, svo að um muni, í löggjöf landsins, almenn- ingi til hagsbóta. Eigi verður nú samt sagt að fríð hafi verið þeirra fyrsta ganga og skal ég nú víkja örlítið nánar að því. Eftir haustkosningarnar vildu margir, cg óhætt að segja meginþorri allra kjós- enda Alþýðuflokksins, Framsóknarflokks- ins og kommúnista, að þessir þrír flokkar reyndu að mynda stjórn saman í því skyni að hnekkja ofurvaldi braskaranna og millj ónamæringanna og hrinda af þjóð- inni því ámæli, sem hún hlaut að fá hjá öðrum þjóðum fyrir aðgerðir og aðgerða- leysi ríkisstjórnar Sjáifstæðisflokksins, sem vann ósleitilega að því að gera ísland að mesta dýrtíðarviðundri heimsins. Um þessa vinstri stjórn var einkum talað mik- ið í blöðum Framsóknar og kommúnista cftir kosningarnar. Héldu nú margir, að kommúnistar vildu nú fara að gerast ábyrgir menn og starfa eitthvað fyrir al- menning í landinu, sem kjöri þá á þing. En önnui* varð nú raunin á. Eftir að þeir höfðu í átta manna nefnd- inni þvælt og dregið á langinn allar við- ræður, ýmist með vífilengjum og undan- brögðum eða óaðgengilegum kröfum eins og hugmynd þeirra um stríðsyfirlýsingu íslendinga, gerðust þeir þar flutningsmenn að tillögu um, að alþingi gæfizt upp við að mynda stjórn, en fæli ríkisstjóra að kalla til þess einhverja menn utan úr bæ. — Með þessu var virðingu þingsins kastað fyrir borð. Alþýðuflokkurinn vildi ekki una þessum málalokum. Hann vildi ekki afneita þingræðinu í þessu landi. Þá var það, sem Haraldur Guðmundsson, að beiðni ríkisstjóra, gerði síðustu tilraunina til þess að mynda vinstri stjórn í þessu landi. Hann leitaði til Framsóknar og kommúnista og spurði um hug þeirra í þessu máli. — En þá var blaðinu snúið við. Og nú hrundi í einni svipan allur blekk- ingavefur þessara flokka um vinstri stjórn. Kommúnistar vissu, að fólkið heimtaði slíka stjórn. Þess vegna var Þjóðviljinn látinn ala á því dag eftir dag, hvílík nauð- syn slík ráðstöfun væri, en þegar til kast- anna kom og ekki var hægt að dyljast lengur, kom úlíurinn í ljós undan sauðar- gærunni. Þá sannaðist það, að þeir höfðu ekkert lært og engu gleymt. Virðingu alþingis, viðhald þingræðisins mátu þeir einskis, nema síður væri. Þeir gátu ekki fellt sig við drengilegar athafn- ir, þó að þjóðarvoði stæði fyrir dyrum, ef ekkert var að gert. — En nú opnuðust augu fólksins. Nú sá það, hvað inni fyrir bjó hjá þessum vinum alþýðunnar, sem lofuðu henni gulli og grænum skógum fyrir kosningarnar, ásamt sterkri vinstri stjórn, sem gæfi henni landið og veitti henni ríkulegan ávöxt elju sinnar og strits. Kommúnistar stóðu nú afhjúpaðir og reyndust enn sem fyrr ábyrgðarlausir skrumarar, skeytandi ekki hót um heill né heiður síns föðurlands. K Y N D I L L 2

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.