Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 9

Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 9
því yfir, að það væri andvígt einræði ör- eiganna og vildi halda fast við lýðræði og þingræði. Þjóðnýtingin yrði að fara fram stig af stigi, en án þess að völdin væru tekin með ofbeldi. Þingið kaus þriggja manna framkvæmdanefnd, og ákvað fram- tíðaraðsetur sambandsins í London. Auk þeirra tveggja sambanda, sem nú háðu baráttu um ,,sálir öreiganna“, reis brátt upp hið þriðja. Eftir samþykkt Moskvagreinanna sá mikill hluti vinstri armsins, sem enn hafði ekki kosið á milli Komintern og annars alþjóðasambandsins endurreista, að hann átti ekki samleið með Komintern. Þessi armur klofnaði. Innbyrti Komintern nokurn hluta hans, en hinn hélt áfram að vera óháður. í ársbyrjun 1921 fóru þessir óháðu flokkar að fá byr undir vængi. í stað þess að ganga inn í annað alþjóðasambandið þá stofna þeir undir forystu austurríkska jafnaðar- mannaflokksins nýtt alþjóðasamband, sem eftir stefnuskrá sambandsins átti að efla alþjóðlega samvinnu sósíalistisku flokk- númer tvö og hálf. Það leit á það sem hlutverk sitt að undirbúa jarðveginn að nýjum víðtækum alþjóðasamtökum verka- manna. Þetta samband hefir verið kallað Vínarsambandið eða alþjóðasambandið lýðsins, reyndi að stofna til sameiningar og ruddi sameiningarhugurinn sér brátt til rúms. Tók nú Komintern upp nýja bar- áttuaðferð, samfylkingarstefnuna. En jafn- framt er því lýst yfir af Komintern, að til- gangurinn með samfylkingunni sé að efla áhrif kommúnista í verkalýðshreyfing- unni, því að sameiningin eigi alls staðar að fara fram á kommúnistiskum grund- velli. í febr. árið 1922 héldu fulltrúar frá Vínarsambandinu og öðru alþjóðasam- bandinu sameiginlega ráðstefnu. Þar var samþykkt tillaga frá Vínarasmbandinu um að alþjóðasamböndin þrjú, annað alþjóða- sambandið í Genf, Vínarsambandið og Komintern skyldu koma á sameiginlegum fundi. Þessi fundur var haldinn í Berlín 2. apríl 1922. Þær samningatilraunir, sem þar fóru fram, báru engan árangur, en af þeim leidi innbyrðis átök í hverju sambandinu fyrir sig. Nokkru síðar fer að bera á nýjum straumum innan verkalýðshreyfingarinn- ar. Greinilegust eru átökin í Komintern. Það hefir nú ekki lengur sama aðdráttar- afl og áður og innan þess koma upp deil- ur, sem enda með klofningi. Á þingi þess árið 1922 gætti mikillar óánægju, þar sem meirihlutinn vildi halda fast við Moskva- greinarnar, en ýmsii kröfðust að breytt yrði um baráttuaðferð vegna breyttra að- stæðna. í jan. 1923 klofnar svo franski kommúnistaflokkurinn um þetta og norski verkamannaflokkurinn á sama ári, en báð- ir voru í Komintern. Á meðan raðir Kom- intern ruglast þannig, hættir Vínarsam- bandið að trúa á köllun sína og fer að hallast að öðru alþjóðasambandinu. Annað alþjóðasambandið fer einnig að óttast klofning innan sinna eigin vébanda og snýr sókn sinni upp í vörn. Átökin innan þessara tveggja sambanda urðu því til þess að sameina krafta þeirra. En baráttuhug- urinn varð að víkja fyrir pvi að verja það, sem unnizt hafði. Fyrir Komintern skap- aði sameining hinna tveggja sambandanna alveg nýtt ástand. Nú voru allar býr brotn- ar á milli jafnaðarmanna og kommúnista. Upp frá þessu er háð opinber barátta á milli þessara tveggja stefna. En Komin- tern er ekki af baki dottið. Það stofnar til októberuppreisnar í Þýzkalandi árið 1923, sem algerlega tapast. Það er ótvíræðasta merki þess, að byltingaraldan er liðin hjá. Það verður upp frá því augljóst, að al- þjóðasamband jafnaðarmanna, annað al- þjóðasambandið, er sú samtakaheild, sem stærstu verkalýðsflokkarnir í Evrópu safn- ast í, jafnframt því, sem alþjóðasan.band kommúnista, Komintern, er í stöðugr.' aft- 7 KYNDi L L

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.