Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 6

Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 6
Nils Nilsson: OFMETNAÐUR — Já .... nú finnst mér, að Lárus ætti að halda áfram lestrinum, sagði kona Sör- cnsen loðskinnasala og kinkaði kolli í átt- ina til sonar síns, sem var átján ára gam- all — hár og grannur piltur með óreglu- legt andlit, fullt af bólum. Þunglyndi skein úr augum hans. Hann var einfaldur, ungur maður, og hafði gaman af því að lesa fyrir þrjár konur á hverjum þriðjudegi. Móðir Lárusar var holdug kona, kringlu- leit og rjóð í andliti. Konurnar tvær, sem voru í heimsókn hjá frú Sörensen, voru systur og ógiftar. Agata Noaksen var sex- tug og var kennslukona, en Alberta systir hennar var fimmtíu og þriggja ára og hafði verið gjaldkeri hjá stóru verzlunarfyrir- tæki. Þær vcru beztu vinkonur frú Sören- sen. — Já, kæri Lárus, lestu, þá ertu vænn, drengur minn, sagði Agata og tæmdi kaffi- bollann sinn og fór að fást við að sauma borðdúk. — Nú er það vonandi ekki neitt sorg- legt! skaut Alberta inn í. Ég elska Marlit .... sérstaklega „Konuna með gimstein- ana“ .... ó .... hvað þessi fína, þýzka kona gat skrifað yndislega. — Marlit er vissulega framúrskarandi, sagði Agata brosandi. — Hún var þó að minnsta kosti langt- um, langtum betri en ungu rithöfundarnir núna! sagði frú Sörensen alvarlega. Þessir ungu menn, sem skrifa nú á tímum, geta ekki lýst ástinni .... hinni sætu, brenn- andi ást, eins og rithöfundarnir gátu áður fyrr. Ég man eftir ,,Ást greifynjunnar", en hve það var dásamleg skáldsaga. Frú Sör- cnsen andvarpaði djúpt. — En jæja, kæri Lárus, haltu áfram að lesa. Ungi maðurinn andvarpaði og settist al- varlegur við borðið og byrjaði að lesa: Það var liðinn hálftími síðan vinnudeg- inum var lokið, og ennþá stóð Tómas Berg- kvist í hesthúsinu hjá brúnu hestunum sínum, sem hámuðu í sig hafrana. Það var þjáninga- og þunglyndissvipur á andliti hans. Hann stóð grafkyrr og starði niður á steingólfið. Hver dagur var honum kvöl. Það þyngdi stcðugt yfir honum, og nú var enn komið kvöld. Einu sinni enn átti hann að fara heim til Amalíu og barnanna. Hann hló napurt. Hvernig skyldi þetta enda? Osjálf- rátt strauk hann hestunum og gekk út úr hesthúsinu. Úti var sólskin, sorpvagninn stóð á hlað- inu, tilbúinn til notkunar snemma næsta morgun. Tómas Bergkvist stóð kyrr eitt augnablik og dró djúpt andann, eins og hann ætlaði að hreinsa úr huga sínum hinar bitru hugsanir, sem sífellt ásóttu hann. Stundum var hann gripinn af óró, sem varð að brjálæðiskenndum ótta. Oft reikaði hann um eins og í svefni. En ástæð- an, sem hann vildi ekki viðurkenna fyrir sjálfum sér, var, að hann fyrirleit, já, hat- aði Amalíu konu sína, og börnin þeirra þrjú stóð honum á sama um. Þessi hugsun kom stöðugt aftur og aftur — jafnvel í draumi. Hann reyndi að gera sér grein fyrir sjálf- um sér sem manni. í fyrsta lagi: Var það mögulegt, að faðir gæti drepið allar góðar K YNDILL 4

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.