Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 25

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1941, Side 25
ALMANAK 1941 25 «WI En það er annað afmæli, stórmerkilegt í sögu íslenzkra bókmenta og menningar, sem hér skal dregin athygli að. í apríl í ár voru fjórar aldir liðnar frá því, að lokið var prentun þýðingar Odds Gottskálkssonar á Nýja-testamentinu, en hún er, að því er næst verður komist, fyrsta bók prentuð á íslenzku, því að mjög er það á huldu hvað prent- að hafi verið í hinni elstu íslenzku prentsmiðju að Hólum. Verður það ráðið af niðurlagsorðum eftirmálans, að þýðingunni, sem kom út í Hróars- keldu í Danmörku, hafi verið lokið 12. apríl 1540. Á þeim mánaðardegi í ár var þessa merkisat- burðar í sögu islenzkrar bókagerðar og íslenzkrar kristni minst alment í kirkjum landsins, eins og vera bar, því að með útgáfu þýðingarinnar voru íslenzkum almenningi opnaðar dyrnar að hinu allra helgasta hinnar helgu bókar, sjálfum guð- spjöllunum, enda hafði þýðingin varanleg og víð- tæk áhrif, bæði á trúarlíf í landinu og á þær kirkjulegu bókmentir íslenzkar, er fylgdu í kjölfar hennar. Fer þá vel á því, að segja í höfuðdráttum sögu Odds Gottskálkssonar og frá hinu helsta, sem vitað er um tildrög Nýja-testamentis þýðingar hans. Er það meir en verðugt, að halda á lofti nafni þess mann, er vann jafn merkilegt verk og þýðingin er fyrir margra hluta sakir. Oddur var norskrar ættar að föðurkyni, son- ur Gottskálks Nikulássonar, biskups að Hólum (1496—1520); en í móðurætt var hann íslenzkur í aldir fram og stórættaður, þvi að móðir hans var sonardóttir Lofts ríka Guttormssonar (d. 1432). Vafi leikur á um fæðingarár Odds, en margt bend- ir til, að hann hafi verið fæddur 1515, eða jafnvel 1514, og ólst hann upp hjá frændum sínum í Noregi til tvítugsaldurs; hlaut hann einnig fyrstu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.