Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 15
Séra Halldór Gröivdal Éfr \k — tg**■[ Pcgar himrvamir opnubust Þegar ég lít til baka til sumarsins 1975, þá sé ég, að það hefur verið mikil eftirvænting í trúarlífi mínu. Ég vænti einhvers mikils af Guði, en gerði mér ekki ljóst hvað það var. Ég hafði heyrt og lesið um hina miklu vakningu heilags anda, sem fór um heiminn í öllum kirkjudeildum og að margir prestar höfðu orðið fyrir áhrifum af henni. Og einkenni Vakningarinnar var fylling heilags anda, ásamt gjöfum hans eins og tungutali ofl. Ég hafði líka séð þetta með eigin augum hjá nokkrum vinum mínum, hve þau voru glöð, frjáls og einlæg í trú sinni. Svo kom norræna, kristilega stúdentamótið og ég vissi að nokkrir vinir Friðriks Schrarn mundu koma þangað. Ég bað hann að kynna mig fyrir þeim og hann gerði það. Ekki man ég, hvernig stundin byrj- aði, við vorum aðeins sex saman, en einhver hafði gítar og fyrr en varði vorum við farin að lofa Guð í söng. Síðan lásum við Orð Drottins og lofsungum meira. Þetta var yndisleg stund og nálægð Guðs var sterk. Þá komu þau til mín, báðu fyrir mér og lögðu hendur yfir mig. Ég man ekki orðin í bæn þeirra, aðeins þá dásamlegu tilfinningu sem gagntók mig allan. Mér fannst eins og himnarnir hefðu opnast og eg var baðaður í undursamlegum krafti. Það fór hitastraumur um mig, einkum brjóstið og því fylgdi ni>kill léttir, síðan kom fögnuður og gleði, eitthvað í h'kingu við það sem ég þekkti sem barn ... og svo 'júfur hlátur sem ekki vildi stoppa. Og við héldum áfram að lofa Drottinn, gátum ekki hætt og klukkan var orðin tvö um nóttina, þegar við loksins hættum og hver fór heim til sín. hetta var hinn dásamlegi dagur 9. ágúst 1975. hegar ég kom heim um nóttina gat ég ekki sofnað, ég var svo glaður og mér leið svo vel. Ég las Orð Drottins og mér fannst það allt svo skírt og ljóst. Þá kom í huga minn rödd sem sagði: lestu sálm Davíðs 32;8 og þar standa þessi orð; „Ég vil kenna þér og fræða þig um veg þann er þú átt að ganga ég vil kenna þér ráð og hafa augun á þér.“ Hvílíkt fyrir- heit. Það var kominn dagur, þegar ég loksins sofn- aði. Næstu dagar voru yndislegir. Það má segja, að ég hafi verið í stöðugri bæn og lofgjörð til Guðs. Allt var gott, allt var fallegt og allt minnti á Guð og ég var stöðugt að lesa Orð hans, það var svo nýtt og ferskt. Hvað hafði gerst í lífi mínu? Ég var ekki í nokkr- um vafa. Ég hafði orðið fyrir þeirri lífsreynslu, sem heilög ritning kallar ýmist: skírn í heilögum anda eða fyllingu heilags anda. Og endanlega staðfestu á því fékk ég hálfum mánuði seinna, þegar ég var einn á bæn í Grensáskirkju snemma morguns. Þá allt í einu byrjaði ég að lofa Guð á einhverju tungumáli, sem ég ekki skildi. Og þetta kom svo eðlilega og óþvingað. í fyrstu vildi ég ekki hætta að tala, hélt að ég mundi ekki geta byrjað aftur. En svo var ekki, ég hefi síðan fullkomið vald á þessari náðargjöf Guðs og nota hana fyrst og fremst í bænalífi mínu, en einnig í fyrirbænum, sjálfum mér og öðrum til mikillar blessunar. Eftir þessa lífsreynslu hefur mikið gerst í lífi mínu, en það er önnur saga. En ég þreytist aldrei að lofa Guð og þakka honum fyrir þá miklu náðar- stund, þegar himnarnir opnuðust og hann úthellti heilögum anda yfir mig. Halldór S. Gröndal. 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.