Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.04.1979, Blaðsíða 27
Lúkas 10.... Þessi pistill er ekki fyrir alla. Aðeins þá sem reiða sig á orð Krists. Þú verður ekki fyllilega ánægður og þá er vel. Nú eru síðustu forvöð að hætta lestri. II. Kor. 5:9 „ Við koslum kapps um að vera honum þóknanleg." Þú frelsaðist fyrir ? árunt. Trúarlífið er "gott“. Engin vandamál, ljúfur andi í söfnuðinum. Allar samkomur eru svo hlýjar, og ekkert sérstakt að. Prédikarinn talar hreint orð og passar sig vel. Söngurinn er himneskur, þú lyftir höndum og lofar Guð. Allir þurfa að frelsast. Hvernig er þaðþá brœður? Þegarþér komið saman þá hefir hver sitt: einn sálm, einn kenning, einn opinberun, einn tungutal, einn útlistun. Allt skal oiiða til uppbyggingar. (I. Kor. 14:1, 26-27.) Hver er þinn hluti í þessum orðum? Áttu opinberun? eða útlistun? eða eitthvað annað? Var Páll að skrifa þetta eingöngu til hinna? Þitt hlutverk í söfnuðinum verður fyrst ,,smátt“, þ e. að rækta þitt eigið trúarlíf. Það er til þess að þú getir orðið hæfur til að leiða sálir til Krists: Þetta verkefni varir út ævina. Mesta hættan verður þegar þig hættir að langa í eða hungra eftir Guðs orði. Ekki eins og ég vil heldur sem þú vilt. Það er reglan. Þetta sagði Jesús þegar hann beygði sig undir vilja Guðs. Okkur kristnum er ætlað að enda í sama hugarfari og Kristur Jesús hafði (Fil. 2:5). Páll Postuli bendir á átakanlega staðreynd að þeir sem þú vinnur fyrir Krist og færð að leiða áfram eru vitnisburðir um þitt trúarlíf. (II. Kor. 3:2.) Og þú ert bréf eða vitnisburður um Jesúm Krist (II. Kor. 3:3). Att þú bréf um þig og trú þína? Matt. 28:19 segir: Gjörið lœrisveina af öllum þjóðum með þvi að skíra (niðurdýfa) þá til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda og kennið þeim að hlýða öllu því sem ég hef boðið yður. (Tekið úrensku biblíunni NIV). Og Guð sagði við Nóa: Byggðu örk í túninu þínu. Nói hlýddi hversu vitlaust sem það var í aug- um manna. Hefði ekki verið eðlilegt hjá Nóa að segja í hálf kláruðu verki: Jæja Guð nú er nóg að gert? Þannig vill oft verða í uppbyggingu okkar trúarlífs að við segjum við Drottin: „Nú hefurðu breytt mér nóg, ég vil ekki verða öðruvísi.“ Lúkas 10 er dæmigerð mynd uppá hlutverk okkar í Guðsríki. í fyrstu versunum er boðunin með til- ganginum. Fyrst áttu lærisveinarnir að fara til þeirra borga sem Jesús ætlaði til. Þar áttu þeir að lækna sjúka og boða nálægð Guðsríkis, segja fólk- inu að gjöra iðrun, Guði að skapi. Svo kennir Jesús þeim alvöruna, hvað það þýðir að hafna náð Guðs um endurlausn. Þar fær Kapernaum sinn dóm fyrir að lilýða ekki raustu Guðs. Svo komu lærisveinarnir aftur og höfðu þá reynt kraftinn sem fylgir boðun orðsins en Jesús sagði þeim að gleðjast ekki yfir því heldur gleðjast yfir því að nöfn þeirra væru innrituð í lífsins bók. Hvort er mikilvægara? Ef lærisveinarnir hefðu nú sagt: „ja, það er allt í lagi að boða fagnaðarerindið aðeins öðruvísi en meistarinn sagði. Aðferðin er ekki aðalatriðið heldur náð Guðs.“ Hefðu þeir hlýtt Kristi? Hefðu nöfn þeirra verið innrituð í lífsins bók? Ég skil þig ekki, hvað meinarðu? Jú, sjáðu Matt. 7:21: „Ekki mun hver sá er segir við mig Herra, Herra ganga inn í himnaríki, heldur sá er gjörir vilja föður mins sem er í himninum. “ Hlýðni er betri en fórn. Höldum áfram með Lúkas 10. Snorri Óskarsson 27

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.