Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 7

Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 7
HLJÓMLISTIN. 5 Thorkillii, að svo miklu leyti sem meðgjafir með börnunum hrukku eigi til, og varð þvi tillag sjóðsins því meira, sem börnin voru færri, en vegna þess hve dýrt þótti að láta börn ganga í skólann, kusu menn heldur að fá þeim kenslu utan skóla. Al þessu leiddi það, að styrkurinn úr Thorkilliisjóði fór vaxandi, og varð síðast 300 kr. veturinn 1847—1848. Þetla þótti Rósenörn stiptamt- manni oí hátt tillag, og það því fremur, sem hann elaðisl um, að Reykjavíkurbær ætti nokkurt tilkall til sjóðs þessa. Hann fékk því komið því til leiðar, að allur slyrkur úr Thorkilliisjóði til Reykjavikurbæjar skyldi falla burt frá 1. degi janúarmán. 1849. Nú var þá auðsætt að skólinn gat eigi haldið áfram með sama fyrirkomulagi og áður, en þó var afráðið að halda honum áfram til vors- ins 1849, með þvi að skjóta saman nægu fé til að kosta hann, svo að Pétur hafði enn sömu laun og áður, en vorið 1849 sáu menn sér eigi fært að halda skólanum lengur áfram og var honum því slitið. Misti þá Pétur hina helztu atvinnu sína og hafði nú eigi annað el'tir en organsláttinn og söngkensluna. Að vísu fekk hann nú riílegri laun fyrir það hvort- tveggja en áður, því að kirkju- og kenslu- mála-stjórnin hafði kveðið svo á i bréfi, dags. 19. maí 1849, að sleypa skyldi saman organleikara-slörfunum og söngkenslunni í latinuskólanum og tónkenslu á prestaskól- auum og launa það alt með 460 kr. (300 kr. fyrir söngkensluna, en 160 kr. fyrir organsláttinn) og hélzt það siðan lengi. Þótt Pétur yrði atvinnulaus um stund sem nú var sagt, réðist þó bót á því innan skams. Páli Melsted, sýslumanni i Árnes- sýslu, var veitt amtmannsembættið í Vest- uramtinu 12. mai 1849 og var þá um hríð sýslumannslaust í Árnessýslu. Var Pétur þá settur þar sýslumaður um sumarið, þar til sýslan yrði veitt; fór hann austur þangað samsumars, en kona hans varð eftir í Reykjavik með börnin. Um vorið 1850 var sýslan veilt Þórði Guðmundssyni, sýslu- manni i Gullbringu- og Kjósarsýslu, en hann gat eigi tekið við henni fyrri en um haustið, og gegndi Pétur þvi embæltinu fyrir hann til þess tíma. Síðan fór liann heim til Beykjavíkur og hafði þá enga fasta atvinnu hinn næsta vetur nema organsláttinn og söngkensluna. Næsla vor varð hann um- sjónarmaður (Portner) latinuskóla-hússins, en féll sá starfi mjög illa, og hætti honum því aftur að ári liðnu og bjó síðan á ýms- um stöðum í bænum þangað til hann gal fengið sér slöðugt húsnæði 1867.1) Næsta vetur (1852 -53) var hann atvinnulaus, en tók þá að kynna sér ritstörf á skrifstofu stiptamtmanns; hafði hann og gjört það áður um tíma 1851. Um vorið 1853 var Þórði stiptskrifara Þórðarsyni veittur Lund- ur i Borgarfirði og fór hann þá þegar til brauðsins, en Pétur varð stiptskrifari i hans stað og hafði þá fyrst 800 kr. i laun, en síðar 1200 kr. Þó að hann hefði fengið þannig fasta stöðu og lifvænlegri en áður, þótti honum þó eitt vanta á að vel væri. honum sagði snemma svo hugur um, að hann mundi deyja á undan konu sinni, og bar jafnan kviðboga fyrir því, að hana mundi skorla fé eftirsinn dag; var honum því mjög umhugað um, að gela komist í þá stöðu, er veitti henni rétl til eftirlauna, en þess var langt að biða, að honum byðist færi á þvi. Árið 1866 var i ráði að stoína póstmeist- araembætti hér á landi og fylgdi því sá kostur, er honum þólti skrifstofustöðuna vanta; kom honum nú í hug, að reyna að ná i þetta embætti og taldi stiptamtmaður öll líkiudi til að hann mundi fá það og hét honum sinum meðmælum. Sigldi hann því um hauslið 1866 til að kynna sér póstniál- efni ytra, og var í Kaupmannahöfn um veturinn. En þegar til kom, að veita skyldi embættið, átti hann að greiða atarhátt á- byrgðargjald og leggja sér sjálfur hús til ibúðar og ])óststarfa. Til þessa skorti hann fé í það sinn og varð þvi að sleppa em- 1) IIús Péturs Guðjónssonar stendur óbreytt í Tjarnargötu nr. 6. Nú er það eign Gunnars Gunn- arssonar kaupmanns.

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.