Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 10

Hljómlistin - 01.10.1912, Blaðsíða 10
8 HLÓMLISTIN. fusa) í báðo fætur, en þó meiri i hinn vinstri. — Allar lækningatilraunir urðu árangurs- lausar. Sótlin elnaði mjög eftir því sem á vikuna leið, og gat hann lítið sofið og' misti því rænu við og við. Loksins hljóp drep i vinstra fótinn og síðan i hinn hægri, og kl. nálægt 10 að kvöldi hins 25. dags ágústmán. andaðist hann og var grafinn 3. september; fylgdi honuni afarmikill fjöldi fólks til grafar og sýndi það Ijóst, hve mjög þólli sneyðast við fráfall hans, og hve alment hans var saknað, enda var það ogeigium skör fram, því að hann var á seinni tínnim alment viðurkendur, sem einn hinn þarfasti maður landi voru, og mönnum var yfir höfuð orðið ljóst, hve milda þýðingu hann hafði fyrir oss; en hér fór eins og venjulega fer og hefir farið, að menn kunna eigi að meta hina miklu menn sína fyr en þeir annað- livort eru dauðir, eða hafa að mestu lokið starfi sínu; og honum gekk eins og hverj- um þeim, er byrjar einhverjar stórkostlegar nýjungar og rejmir til að umsteypa gömlum og rikum vana, að hann varð fyrir sífeldum mótþróa bæði frá almenningi og einstökum niönnum, einkum fyrri hluta æfi sinnar. Þetta hlaut og sérstaklega að koma fram í voru landi, þar sem menn eru svo fastheldnir við gamlar venjur og siði, og þar með svo óþjálir viðureignar, ef slíku skal breyta, og ófúsir á, að láta undan, nema fyrir lip- urleik og þolinmæði; þessu hvorutveggju beitti Pétur einnig þar, sem um sönglistina var að ræða, jafnframt og hann sýndi dug og kjark þar sem honum gafst færi á og þess þurfti við; og einmitt með þeim hætti vann hann að lokum sigur á öllum mót- spyrnum, og þelta var J>að sem loks kendi mönnum að meta hann rélt og sakna lians eins og annara hinna miklu manna sinna. ísland syrgir þvi ágætan son, þarsemhann er, og má með réttu óska sér margrajafn- ötulla og einbeittra verkmanna, sem hann var. Til þess að lýsa enn belur, en hér hefir gjört verið, skapferli lians og framgöngu, kemur hér að endingu kafli úr líkræðu þeirri, er Hallgr. hiskup Sveinsson (þá dóm- kirkjuprestur), liélt í dómkirkjunni við jarð- arför hans. — Þá er hann hefði minst á það, hversu gott tækifæri Pétri hefði gefist til að efia sönglistina hjá oss, þar sem hann hafði hæði verið organleikari í dómkirkj- unni og söngkennari við hinn lærða skóla, kemst hann svo að orði: »En tækifærið eitt er ekki nóg til þess að fá það fram, sem menn vilja; til þess þarf einnig hinn einlæga ábuga, sem sýni, að manninum sé full alvara með það málefni, sem hann herst fyrir, og enginn mun neila því um hinn framliðna, að liann var hinn mesti kapps- og áhugamaður í liverju þvi, sem hann gekk að. Það sem hann vildi, það vildi hann af alhuga, og það sem honum var á móli geði, það hhfðist hann eigi við, því tilfinningar lians voru heitar og örar. Hann var heitur og hann gat verið kaldur, en að vera þar mitt i milli, það gat hann eigi. Þella kom jafnan fram í lífi hans og gal engum dulist, sem þekti hann að nokkru. Konu og börnum var hann hinn ástúðleg- asti og sýndi það í öllu, að hann elskaði þau sem góður eiginmaður og faðir og yfir höfuð að tala var hann hinn umhyggju- samasti og ástúðlegasti heimilisfaðir sem á varð kosið. Ilann var sannur vinur vina sinna, tryggur og fastheldinn, einlægur og einarður i viðmóti, glaður og skemtinn, þegar hann var í þeirra hóp. Einkanlega var honum það vel lagið að vera ungur með ungum; um það geta eigi livað sízt borið hinir mörgu lærisveinar hans, og þá aftur sérstaklega þeir af þeim, sem öðrum fremur sýndu löngun og viðleilni til að færa sér kenslu hans vel í nyt og höfðu áhuga á þeirri fræðigrein, sem hann kendi. Hann var guðrækinn maður og trúmaður og öll hálfvelgja og alvöruleysi i trúarefnum var honum mjög andstyggileg; hann áleit það meiri speki, að trúa með barnslegu hjarta þvi, sem krislindómurinn kennir oss heldur en að láta leiðast út á veg efasemdanna og

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.