Iðunn - 01.01.1884, Side 56

Iðunn - 01.01.1884, Side 56
50 Mark Twain: loksins grátandi til Eðvarðs og sagðist glögglega sjá, hvað heilög og háleit skyldan byði sér; hún þyrði ekki lengur að láta leiðast af eigingjarnlegum ósk- um sjálfrar sín — hún mætti til að giptast »veslingn- um honum Georg« og reyna að frelsa hann. Hún kvaðst reyndar vita, að hjarta Eðvarðs mundi bresta við það tiltæki sitt o. s. frv.; en skylda væri skylda. Hún giptist þá Georg, og er sjálfsagt, að bæði henn- ar hjarta og Eðvarðs lá við að bresta. Alt um það mannaði Eðvarð sig upp og kvæntist annari ungri stúlku og í tilbót mjög svo elskuverðri. Báðum hjónum varð barna auðið. María gerði alt sem hún gat til að frelsa Georg, en það var henni um mogn. Hann sökk alt af dýpra og dýpra og seinast misþyrmdi hann jafnvel sinni hjálparlausu konu og sínurn saklausu börnum. Margir töluðu um fyrir honum þessu viðvíkjandi; hann tók átöl- um þeirra hógværlega, eins og væru þær verðskuld- aðar, en breytti samt ekki háttalagi sínu. Svo hneigðist hann enn að öðrum lesti; hann gerðist spilari. Hann safnaði skuldum og tók í pukri pen- ingalán upp á samlagsins reikning og það svo frek- lega, að fóetinn kom einn góðan veðurdag og lokaði búðinni, svo báðir uppeldisbræðurnir stóðu nú tóm- hentir eptir á strætinu. Nú var illa komið fyrir þeim og þó varð það enn verra. Eðvarð flutti með sig og sína upp í þak- hýsi og leitaði, já, sníkti eptir atvinnu dag og nótt; en alt saman til ónýtis. Hann varð hlessa þcgar hann sá, hversu hann var ókærkominn alstaðar, og hversu lítið mönnum var orðið um hann gefið móts viö það sem áður var. En vinnu varð hann endilega að fá sér. Hann sekti þvl sorgina og gremjuna í

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.