Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 74
360 Skáldið [ iðunn menn séu skáld og afburðamenn, er þeir sjá þannig það stærsta í þvi smæsta — maximum in minimis — hin dýpstu sannindi í hversdagslegustu hlutum eða atburðum. Stephan G. Stephansson er eins og sýnt var fram á með þessum tveim kvæðum ágætt náttúruskáld; en auk þess er hann bæði ádeiluskáld, er ræðst á alt, er honum þykir feyskt og fúið, og hugsjóna- skáld, sem ann því og ber alt það fyrir brjósti, sem hann hefir einu sinni fengið ást á. Og öllu þessu segir hann frá i styrku, en stundum lika æði myrku máli. Sannfæringarhiti og þung undiralda er þó í öllu því, sem hann hefir fram að færa; og stundum er hann svo spakmáll og líkingar hans svo átakan- legar, að þær læsa sig inn í hugann. Stephan er í einu sem öðru, og það skal sagt honurn bæði til lofs og lasts, vandræða-skáld vorrar kynslóðar. Á stultri stund sem þessari get ég auðvitað ekki lýst öllu því andlega verðmæti, sem Ijóð Stephans hafa til brunns að bera. Enda er hann svo marg- raddaður og svo víðfeðminn, að það þyrfti heila bók til þess að lýsa honum svo sem skyldi. Til þess þyrfti að lýsa hverri hliðinni á honum fyrir sig: náttúruskáldinu, mannlífsskáldinu með yrkisefnin forn og ný, hugsjónaskáldinu, heimsádeiluskáldinu, fyndnisskáldinu og síðast en ekki sizt því, sem flestir telja Stephani fjarst, Ijóðskáldinu ljúfa og þýða, sem þegar því er að skifta á jafn-Iétt með að lýsa unaði bjartra sumarnátta eins og frosthörkum og vetrar- kuldum. Eg ætla nú að eins að lýsa honum lítillega sem ljóðskáldi, sagnaskáldi og ádeiluskáldi og á þó næsta örðugt með að greina þetta að, því eins og að lík- indum lætur er alt þetta ofið hvað inn í annað hjá Stephani. Fyrst langar mig þó til þess að ná í manninn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.