Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 19
IÐUNN] Vilhjálmur II. Pýzkalandskeisari. 257 friðinn ... Mér er fjarri skapi að neyta herafla vors til sóknarhernaðar. Þj'zkaland þarf hvorki á nýrri hernaðarfrægð né nýjum landvinningum að lialda, er það í eitt skifti fyrir öll hefir áunnið sér rétt til að vera frjáls og sjálfstæð þjóð«. Loks lagði hann í boðskapnum mikla áherzlu á bandalag Pýzkalands við Austurriki og ítaliu og vináttu þá, er verið hafði með þjóðverjum og Rússum í heila öld. Þegar keisari hafði vikið Bismarck frá 20. marz- mánaðar 1890, tók hann að skifta sér allmikið af ýmsum meiri háttar málum, einkum utanrikismálum, svo að sýnt þótti, að spádómur Bismarcks mundi rætast, að hann yrði »sinn eiginn kanzlari«. En brátt þóttust menn verða þess varir, að keisari og stjórn 'hans gætti ekki þeirrar festu og stjórnlægni í við- sldftum við önnur ríki, sem á friðartímum höfðu löngum þótt auðkenna ulanríkismálastjórn Bismarcks. í anda hans gerði hin nýja stjórn sér að vísu far mn að treysta sem bezt sambandið við Austurríki og Lngverjaland. En henni lókst ekki að afslýra vax- andi fáleikum með þjóðverjum og Rússum og á hinn bóginn aukinni viðkynning og samdrætti með Frökk- u,n og Rússum. Hafði Bismarck, meðan hann fór nieð utanríkismálin, tekist að koma í veg fyrir, að 1’ rakkar byndist samböndum við önnur ríki, því að honum stóð, að því er Schuvalov, rússneskum stjórnvitring, segist frá, beygur af slíkum bandalög- Urn (wcauchemar des coalitions«). Nú tóku frakkneskir stjórnmálamenn og fjárveltumenn að róa að því öll- um árum, að Frakkar og ltússar gerði með sér handalag. þegar þjóðir þessar höfðu sýnt hvor annari ýmis vináttu- og virðingarmerki, er hér verða ekki talin, og bundizt nokkurskonar bráðabirgða-sambandi }^®} °8 hermálasamningi 1892, lögðu þeir Casimir erier forsætisráðherra Frakka og Giers utanríkis- löunn III. 17 L

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.