Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 14
172 Georg Brandes: | IÐUNN ljósum logum, en læknishjálp á hinn bóginn mjög ábótavant. Mennirnir hrundu niður. Atleiðingar alls þessa urðu þær, að allir Egyptar, sem heim komu, sögðu sínar farir eigi sléttar og báru óánægju og uppreisnarhug ytir landið. Við þessa óánægju, sem rekja átti rætur sínar tii líkamlegrar þrælkunar, bættist önnur andlegs eðlis. Þjóðernistilfinningu í evrópiskri merkingu er eigi til að dreifa meðal Múhameðstrúarmanna, en Arabar í Egyptalandi líta ensku stjórnina illu auga. Kviða þeir óvissri framtíð arabisku kynkvíslanna og Múha- meðslrúarinnar, þegar Palestína tekur að lúta stjórn Gyðinga, en þó sérstaklega, þegar FVakkar taka stjórn Sýrlands i sínar hendur. Veldur styrjöldin því, að járnbrautir hafa verið mjög bættar í vesturliluta Asíu og Arabar þar með komist í mjög náin kynni. Þegar þess er gætt, að 11 miljónir Egypta kunna hvorki að lesa né skrifa, og einungis 1 iniljón meira og minna mentaðra manna er í landinu, getur eigi verið um ölluga þjóðernishreyíingu að ræða. Ment- uðu mennirnir eiga einkum lieima í Cairo og Alex- andríu. En þeir, sem sjálfir kalla sig þjóðveldissinna, fá eigi heldur að hafa nokkra hlutdeild í stjórn lands- ins, og ritskoðun er svo slröng, að varla nokkurt blað fær leyfi til að ílytja fréttir frá Evrópu. IJar eð allar óeirðir með almenningi eru á svip- stundu bæidar niður — sú siðasta einkum með sprengikúlum, sem varpað var niður úr flugvélum hersins —, verður svo svæsin ofbeldisstjórn að teljast með öllu óþörf. Eins og menn munu liafa séð, hefir Curzon lá- varður nýskeð lýst yfir því, að ráðherrunum egypzku, Rushdi Pasha og Adly Pasha, hafi einungis verið synjað vegabréfa til þess eins að eyða eigi tima þeirra að óþörfu. Friðarþingið liefði eigi, hvort sem er, getað gefið sig við málum þeirra fyr en seinna.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.