Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 19
IÐUNNI Falsfriður. 177 stjórnanna í Vesturríkjum álfunnar á Bolsjevisman- um siðferðilegs og jafnvel trúarlegs eðlis. f*ær telja, að hann sé sjúkdómur, sem eingöngu gjósi upp í yfirunnum löndum. Sigurinn geri menn ómóttækilega fyrir hann. Þær halda, að hann sé refsing af himn- um ofan — á Rússlandi sökum þess, að það hljóp undan merkjum Bandamanna; í Þýzkalandi, Austur- ríki og Ungverjalandi fyrir hernaðarstefnu þeirra sem og pólitík þá, er Bismarck beittist fyrir á sínum tíma. Þegar óvinir Vesturríkjanna ógna þeim með því, að byltingin ægilega geti breiðst út til þeirra landa, sem nú virðast trygg á yfirborðinu, telja viðkomandi stjórnir það annaðhvort árangurslausar tilraunir valda- lausra, þýzkra og ungverskra lýðveldismanna eða hnignandi rússneskrar ofbeldisstjórnar, til að hræða trauslbygð þjóðfélög sigurvegaranna, Frakklands, Eng- lands og Norður-Ameríku. Vestur-Evrópa ætlar að nota landvinninga og skaða- bætur sem einskonar bólusetningu gegn Bolsjevism- anum. Muni þetta sennilega koma í veg fyrir, að hið vaxandi innanlandsstjórnleysi í Frakklandi nái að sameinast því stjórnleysi, sem nú er að brjóta sér braut vestur á bóginn frá Austur-Evrópu. Kom- andi tímar munu leiða í Ijós, hvort von þessi ræt- ist eða eigi. Frakkar tetja það réttlætisverk að vinna aftur Elsass-Lothringen sér til handa, og svo er í raun og veru. Ástæðurnar til þess eru þó miklu síður þær, að Frakkland hafi átt sögulegan rétt til lands- hluta þessara en þær, að þýzka ríkið hefir beitt fandið svo himinhrópandi grimd og skilningsskorti, uð íbúarnir munu sennilega taka skiflunum sem lausn úr ánauð, enda þótt yfirgnæfandi meiri hluti þeirra ínæli á þýzka tungu. Þegar á skaðabælur er litið, er tilfinnanlegasta Iðunn V. 12

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.