Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 26
184 Andrew Carnegie. [ IÐUNtí kom inn hjá honum svo mikilli aðdáun á þessum opinberu bókasöfnum, að hann síðar gaf mikinn hluta auðs síns til þess að koma slíkum bókasöfn- um á fót. En auðlegðin lá þá svo að segja fyrir hvers þess manns fótum, sem hafði einbeitni og þol til að bera og kunni að líta í kring um sig. Og Carnegie hafði auga á hverjum fingri. Hann sá, hversu óhægt það var ferðafólki, sem varð að nota næturn- ar til þess að ferðast, að þurfa að sitja upprétt á hörðum trébekkjum liðlanga nóttina. Og svo tók bann höndum saman við Woodruf nokkurn verk- fræðing og bjó til fyrstu svefnvagnana, og er menn nú geta farið svo þvert og endilangt um Ameríku, að það er eins og þeir sitji á rúmstokknum sínum heima, þá er það fyrst og fremst Carnegie að þakka og síðan Pullman. Hann bygði og nýjar braulir og brýr, þar sem engum verkfræðing hafði lil hugar komið, að unt væri að brúa. Og er hann komst á snoðir um, að Pennsylvanía mundi eiga fleiri stein- olíulindir en þær, sem þá voru unnar, gróf hann fyrir nýjum og í félagi við Rockefeller leiddi hann síðan olíuna langar leiðir í járnpípum ýmist til borg- anna, þar sem henni var eytt, eða þá til hafnar- bæja. Pað var líka Carnegie, sem fyrstur manna fann upp á því að ílytja olíuna yfir höfin, ekki í lunnum, heldur í gríðarstórum olíugeymum (tanks). Og svo viða reikaði hugur hans, að þá er hann einusinni var svikinn á ávísun fyrir það, að hún var skakt tölu- sett, fann hann upp stimpil, er gataði upphæðina gegnum ávísana-pappírinn. Pað varð ekki falsað eftir á. Pó var það stálið, sem tók allan liuga hans. Pað var þá að verða að hinu helzta byggingarefni heirns- ins. Sá sem því réð fyrir stálframleiðslunni, stjórnaði heiminum. Um 1860 frétti hann til nokkurra stál- smiðja í bænum Homestead í Alleghany. Pær voru raunar í mesta ólagi, ofnarnir óhaganlegir og stáli^

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.