Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 62
220 Ól. Ó. Lárusson: IIÐUNN heilbrigðum, orðið þeim banvænar, sem þær koma næst í, — þær haldast í fullu fjöri. Hvernig er nú unt að hafa upp á sóttberunum? Tíl að rýma burt orsök þessara sótta og þeim þar með, verður að liefja leit eftir sóttberunum. Leitar- menn verða að vera sérfræðingar í sóttkveikjufræði, auk þess sem þeir hafa oftast tekið læknispróf. Á- höldin, sem þeir þurfa til þessa, eru afardýr, sem og allur útbúnaður, sem að þessu lýtur. Þá þurfa þeir og að hafa völ góðra húsakynna ti) að gera rann- sóknir sínar í. Alstaðar erlendis, þar sem sóttvarnir eru í nokkru lagi, eru sóltkveikjurannsóknarstofur, settar til þess af lieilbrigðisvöldum, að hafa slik mál sem þessi með höndum, enda hafa þær hvervetna reynst mesta hjálparliella í viðureigninni við farsóttir. Engin siðment þjóð vanrækir það starf nú orðið. Árið 1917 var fé veitt á fjárlögunum til að stofna embælti við Háskóla íslands í sóttkveikjufræði og lítfærameinfræði. það átti ekki upp á háborðið í þinginu nokkru áður, var þá felt. Dócentinn hefir einmitt þetta leitarmannsstarf með höndum, ásamt íleiru. En því má ekki gleyma, og hefir vonandi ekki verið gleymt, að hann þarf góðan útbúnað, dýr áhöld og góða rannsóknarstofu til að starfa i. f*að mun og lítil hætta á, að þingið skeri sér við nögl fjárveitingar, sem fara eiga til þessa, enda væru þingmenn þá eigi meiri búmenn fyrir landið en bú- andliðar fyrir sjálfa sig, ef þeir skipuðu leitarmönn- um berfættum að fara í fjallgöngur á haustin. Þar sem taugaveiki og barnaveiki halda til í sveitum eða á vissum heimilum í þorpum og bæjum og sýkja út frá sér þaðan, verður að hefja þá leit, sem að ofan greinir. Sóttvarnarbaráttan er annars vindhögg út í bláinn. Hvaða ráð eru annars til að verjast þeirri hættu, sem af sóttberum stafar?

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.