Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 68
226 Pedro Antonio de Alarcón: [ IÐUNN verð endilega að fá að faðma hann að mér og óska honum til hamingju og votla honum aðdáun mína og vinsemd . . . .« — »Alt þetta er jafn óframkvæm- anlegt .... Höfundur þess er ekki lengur í þessum heimi«. — »Ó, er hann dáinn!« kallaði Rúbens upp yfir sig í örvæntingarróm. — »Meistari vor hefir haft á réttu að standa!« sagði einn af sveinunum. »Þetta málverk hefir verið málað af dauðum manni . . . .« Og hann er þá dáinn!« endurtók Rúbens. »Og eng- inn hefir þekt hann! Og nafn hans hefir gleymst! Nafn hans, sem hefði ált að verða ódauðlegt! Nafn hans, sem hefði yfirskyggt mittnafn! Já, mitt . . . . faðir .... bætti listamaðurinn við með göfugmann- legu stærilæti. Pví ég gef yður hér með til kynna, að ég er Pétur Páll Rúbens!« Við að heyra nefnt þetta nafn, sem frægt var um viða veröld og engum manni, er guðlegt embætti hafði á hendi, gat verið annað en kunnugt, með því það var nátengt við hundrað helgar myndir, sönn furðuverk málaralistarinnar, sló snöggum roða á fölt andlit príórsins og hann lyfti sjónum og einblíndi framan í hinn útlenda mann með augnaráði, er lýsti jafnmikilli aðdáun sem undrun. — »Ó, þér þekkið mig!« kallaði Rúbens upp með barnslegri ánægju. Ég gleðst í hjarta mínu! Jæja þá . . . . við getum farið. F*ér ætlið að selja mér málverkið?« — »t*ér farið fram á það sem ómögulegt er!« svaraði príór- inn. — »Jæja, vitið þér um nokkuð annað málverk eftir þenna ógæfusama listamann? Getið þér ekki munað nafn hans? Gætuð þér ekki sagt mér, hvenær hann dó?« — »Pér hafið ekki skilið mig vel . . . .«, svaraði munkurinn. »Ég hefi sagt yður, að höfundur þessa málverks tilheyri ekki þessum heimi, en þar með er ekki beinlínis sagt, að hann sé dáinn . . .« — »Ó, hann er á lífi, hann er á lífi! hrópuðu allir lærisveinarnir. O, komið okkur í kynni við hann f«

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.