Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 76
234 Alex. Jóhannesson: [ IÐUNN Herakles skuli vaða yfir á eftir. Tekur Herakles þessu boði, en Kentaurinn svíkur hann. Verður bann svo gagntekinn af fegurð Deianira, að hann rænir henni. Myndin sýnir augnablik það, er bann er í þann veginn að yfirbuga hana í miðju fljót- inu (öldugangurinn sést á myndinni). Allir vöðvar í líkama hans eru strengdir og æðarnar þrútnar. Andlitið er óvenju karlmannlegt og hann heldur Deianira fastri í járngreipum sínum og þrýstir föst- um kossi að hálsi hennar. Vinstri hönd hennar er föst í vinstri hendi Kentaursins, en með þeirri hægri reynir hún að taka í hár Kentaursins og losa sig við tök hans. Hún er að missa alla mótspyrnu; angist og kvíði skín út úr andliti hennar, ennið hrukkast saman milli augnabrúnanna, munnurinn er hálfop- inn og kipringur fer um varirnar. Þarna liggur hún í allri sinni fegurð, en andstæður karlmannlegs styrk- leika og kvenlegrar fegurðar, sóknar og varnar á ör- lagastund, sjást glögglega á myndinni. Hún er hér- umbil í fullri líkamsstærð og ætti að höggvast í granít til þess að hún nyti sín algerlega. Næsta mynd heitir: í lrugsunum; er það stand- mynd af ungling á 18 ára aldri; höfuðið beygist lítið eitt til vinstri og hann horfir fram, eins og hann sé utan við sig; hægri handleggurinn liggur máttlaus niður, en sá vinstri er hálf-beygður upp á við; er sem hugsunin sjálf, ígrundunin, komi í Ijós í vinstri hlið myndarinnar, en sú hægri sé viðskila hugsunar- starfsemina. Unglingur þessi lítur fram undan sér: bernskuárin líða fram fyrir hugskotssjónir honum eins og fagur draumur, en um leið veit hann, að hann stendur á tímamótum; ábyrgðartilfinningin gegn skyldum sínum á ókomnum tímum gerir hann alvar- legan og hugsandi. Hugsunarstarfsemin, seinvirk og aftursæ, kemur glögglega fram í línum myndarinnar; auga áhorfandans lítur jafnvægi fegurðarlögmálsins í

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.