Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 66
228 Sir Oliver Lodge: IÐUNN Jafnvel hér í lífi gefum vér ekki gert oss neina nákvæma hugmynd um veruleikann, eins og hann er í sjálfu sér; meðvitund vor um alheiminn fer algjörlega eftir því, hverju mannssálin getur gert sér grein fyrir; og þessi máttur til að gera sér grein fyrir hlutunum heldur áfram. Tilverustigin eru mörg, margir hvíldarstaðir. Miðlungs- maðurinn er ekki hæfur fyrir hærri stigin enn. Það eru líka til lægri stig, sem vinir hans vona, að hann lendi ekki á. En á því stigi, sem hann er hæfur fyrir, vaknar hann upp. Með því að sýna þjónustusemi, kærleika og skyldurækt getur hann hafið sig upp á við, eftir því sem andi hans tekur framförum. Engin takmörk eru fyrir því, hve hátt hann getur hafist. En það getur og komið fyrir, að hann verði svo gagntekinn af löngun til að hjálpa öðrum, að hann stígi niður til neðri heima um stund, til þess að hjálpa öndunum í varðhaldi, til þess að að- stoða þá, fræða og hughreysta, þeim sem jafnvel hér í lífi notuðu ekki það tækifæri, sem þeim bauðst, svo og þeim, sem lent hafa í enn meiri niðurlæging, í lægri djúpunum, þeim sem niðurlægt hafa sjálfa sig meira en alment gerist, annaðhvort með grimdarverkum eða sjálfs- elsku. En vonlaust er heldur ekki um þá. Þeim er held- ur ekki synjað um færið á að betra sig. En þeir verða sjálfir að vilja það og reyna til þess. Þeir verða að keppa upp á við með baráttu. Areynsla heldur áfram á öllum stigum. Tíminn sýnist vera undirstaða tilverunnar þar líka; og eftir nokkurt tímabil, sem er mismunandi langt fyrir mismunandi einstaklinga, geta þeir losnað úr myrkurtilveru sinni og komist í samfélag við aðra. Þeir, sem þegar eru komnir í heima ljóss og lífs og elsku, geta beint sjónum sínum til hæðanna; þar getur þeim veizt eitthvað það, sem er skylt því, sem nefnt hefir verið »alsælusjón«; fyrst um sinn veitist það aðeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.