Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 4
258 Þér skáld. IÐUNN og kveðandin fallandi skálmhljóð á skildi þá skamt er til hinztu dóma. Og stiklandi, tröllelfdir fákar fnæsa og froða vellur um bóg. — Og riddarar fornalda rétta sig hátt, er reifar árblikið Mundíuskóg. Um sæmdir í framtíð þér sáuð, því sagan varð yðar dómar og brennur og morðvíg að dýrkeyptum dáðum, er djöflana snildin rómar. Þér hófuð þá ofar Helju, er hrundi aldanna flóð. — Og rjúkandí skógar og brennandi borg, að baki þeim rísa í töfraglóð. Þér skáld frá árdegi alda með óðinn á lifenda tungu, er kynslóðir aldanna hurfu í háttinn, þér hófust með tímunum ungu. A ljómann úr kirkju og klaustri sú kveðandi ríkust er og aldanna hámessur yðar rödd. — Á altarisljósunum kveiktuð þér.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.