Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Blaðsíða 10
264 Lífsviðhorf guðspekinnar. IÐUNN sterkasta ímyndunarafl dreymir ekki um þá vizku og það frelsi, sem bíður vor. En fyrst og fremst verðum vér að skilja nokkur grundvallaratriði. I fyrstu getum vér ekki verið viss um að þessi grundvallaratriði séu sönn; vér getum að eins viðurkent þau sem möguleika. En vér verðum að athuga þau gaumgæfilega sem mögu- leika og rannsaka þau eftir því, sem vér höfum vit á. Ekki megum vér heldur verða óþolinmóð, þótt rann- sóknin gangi seint. Rómaborg var ekki bygð á einum degi. Hvernig getum vér búist við að hertaka himna- ríki við fyrsta áhlaup? Ef svo auðvelt væri að eignast sannleikann, þá mundi hann naumast vera mjög dýrð- legur. Ef vér viljum öðlast skilning, verðum vér að vera þolinmóð eins og fjallgöngumaður, sem er ákveðinn í að ná efsta tindinum, hvað sem fyrir kann að koma. Ein af sannindum guðspekinnar eru um skapandi mátt mannsins. Manninum er ekki fyrst og fremst ætl- að að njóta himnaríkissælu í návist guðs. Manninum er fyrst og fremst ætlað að valda umbreytingum. Hann á að breyta öllu umhverfi sínu og svo að lokum sjálfum sér. Maðurinn er örlítill hluti af sólkerfi, sem ber í skauti sínu hinar dýrðlegustu hugsjónir. Eins og gim- steinninn, sem grafinn er upp úr jörðinni, þarf að slíp- ast áður en hann er greiptur í hring þann, er síðan á að skreyta yndislega hönd, þannig heldur heimurinn á- fram að breytast og slípast eftir því sem aldirnar líða. Alheimurinn hefir einnig sínar kröfur, libido. Guðdóm- urinn, sem skapaði heiminn, hið eilífa lögmál, sem fram- leiddi hið skapaða úr óskapnaðinum, lét heiminum í té vaxtarlögmál breytiþróunarinnar. Sönn lífsgleði byrjar þá fyrst, er vér skiljum að vér eigum að valda umbreytingum í heiminum. Ef maðurinn eygir aðeins skynsamlega þróunar-fyrirætlun á bak við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.