Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 45

Kirkjuritið - 01.04.1935, Síða 45
Kirkjuritið. Alt sem þér viljið. 165 Þessari ábyrgðartilfinningu þurfa menn að halda vak- andi hjá sér altaf og alstaðar, við hvað sem þeir eru að fást. En á það vill oft vanta. Það er kunnugt, að menn sýna oft miklu meiri vand- virkni og áhuga þegar þeir eru að fást við einkamál sín, en þegar um það er að ræða, sem þeir eiga að vinna með öðrum. Það er eins og ábyrgðartilfinningin dvíni að sama skapi sem þeir eru settir til starfa í meira fjöl- menni. Þeir slá þá oft slöku við í þvi trausti, að aðrir gjöri þess betur, eða eru síður vandir að því sem þeir gjöra í því trausti, að svo margir verði til þess að bera ábyrgðina með þeim. En þá er illa farið, ef ábyrgðar- lilfinningih týnist í fjölmenninu, því að oft getur eitt atkvæði ráðið því, hvort bæfur maður eða miður hæf- ur er kosinn til einhvers starfs, eða þýðingarmiklu xnáli ráðið til lykta á einn veg eða annan. Hver maður ber ábyrgð á því, sem hann gjörir eða vanrækir, hvort sem hann er einn eða í stórum hóp. Ég skal líka be'nda á aðra sannreynd, sem ekki verð- ur móti mælt: Að til eru menn, sem ganga vel um sitt eigið, en eru hirðulausir um umgengni sína á almanna færi, og menn, sem eru sparsamir i einkalífi sínu, en gleyma öllum sparnaði þegar þeir fara með almennings eign. Þetta er mikið mein; það sýnir skort á ábyrgðar- tilfinningu; því að það, að fleiri eru eigendur, leysir engan mann undan þeirri skyldu, að vera prúðmenni og ráðvandur maður. — Ég kom í sumar sem leið í fallegan skemtigarð erlendis. Við hliðið var spjald og á það letrað m. a. þetta: „Þessi garður er eign allra bæj- armanna; gangið því vel um hann og verndið hann fyrir skemdum“. Svo á það að vera; einn af eigendum sameigin- legrar eignar margra má ekki spilla ánægju eða gagni binna eigendanna af sameigninni, heldur á liann að gjöra sitt til að vernda hagsmuni annara sem sína eig-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.