Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 13
Iíirkjuritið. Siðaskoðun nútímans. 197 færast saman — allar vegalengdir, og þar af leiðandi einangrun, að hverfa úr sögunni. Skömmu fyrir alda- mót gat það tekið mánuði, jafnvel ár, að erlend stór- tíðindi bærust út hingað. Nú eru aðeins örfáar ldukku- stundir frá þvi, að þau gerast og þar til að þau eru komin um land alt, og svo að segja í hvers manns eyru. Áður voru menn lengur að fara um sýsluna en lands- fjórðunginn nú á dögum, og nú veigra menn sér lítið meir við að sigla til útlanda, en þeir kynokuðu sér fyr við að fara til Reykjavíkur utan úr sveitunum. Nú fara þeir landshornanna á milli í atvinnuleit, sem býður svo við að horfa, hver sveit missir meir og meir séreinkenni sin — allir verða æ þjóðlegri og jafnvel alheimsborgar- ar. Þar á Bíóið og Útvarpið sennilega mestan þáttinn í. Þessi tæki flytja fólkinu hvar sem er á hnettinum svip- að efni og hafa þar af leiðandi lik áhrif alstaðar. Þau sýna mönnum um alla heima og geima, flytja þeim fregnir aí öllu, sem gerist, og veita þeim allskonar skemt- anir — skapa ríkum og fátækum á þann hátt sömu um- hugsunar- og umtalsefnin. Jafnframt hafa blöðin stór- lega fært út kvíarnar. Nú er varla til sá vesalingur, ef hann er læs á annað borð, að hann lesi ekki að stað- aldri eitthvert blað — og venjulega fleiri. Skemtanir eru hka orðnar auðsóttari en áður. Þá má telja skólaskylduna og hinar síauknu kröfur, sem gerðar eru viðvíkjandi námi barnanna. Enginn fer a mis við allar helztu niðurstöður visindanna og þær alyktanir, sem með réttu eða röngu eru af þeim dregn- ar í öllu tilliti og á öllum sviðum. Og þar er ekki um lítið að ræða, því að nú er sérstaklega tími hinna nýju skoðana. Allir vilja vera sjálfstæðir og frumlegir i skoðunum. Já, það er ekki laust við, að slíkt sé svo mik- d tízka, að bert verði, að menn á stundum tali fyrir llað, án þess að liugsa, og öðruvísi en þeir hugsa. Hér má og bæta við, að kristindómurinn hefir stór- ^ega verið að tapa áhrifum sínum á unga fólkið upp á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.