Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.05.1935, Blaðsíða 17
Kirkjúritiði Siðaskoðun nútímans. 201 ungir menn nú á dögum bara um kvenfólk — og ungar stúlkur eingöngu um karlmenn. Nú, sumir halda kánske, að nútíðarrithöfundar vorir séu eitthvað einstæðir — frumlegri og gróftækari en al- ment gerist. En þeir eru ekkert annað en hermidátar þeirra rithöfunda álfunnar, sem mest eru móðins. Og þeir skrifa aðeins um það, sem þeir halda, að nútiðar- æskan vilji lesa, og eins og þeir gera sér í hugarlund, að hún vilji, að sé skrifað. Og að þeirra dómi er nútíðaræskunni ekkert heilagt i sambandi mánns og konu. Henni á að finnast það blátt áfram hlægilegt, að draga þar hlæju velsæmisins yfir nokkurrt skapaðan hlut, og enn hlægilegra að hafa nokkurn hemil á ímyndunum sínum og fýsnum. Það er kallað að bæla niður mannlegt eðli og á að hefna sín geipilega. Hjónaböndin eiga að vera úrelt. Menn eiga að geta gift sig sjálfir, þegar þeim sýnist, eða i mesta lagi að láta skrásetja samkomulagið hjá hlutaðeigandi yfirvaldi, og svo afskrá það, þegar þeim hentar. Hjú- skaparbrot eru talin eðlileg og sögð að alstaðar eigi ser stað. Strax í barnaskólunum á að vera nákvæm fræðsla um kynferðismálin til að varna sýkingarhættu °- s. frv. Svo er talið æskilegt, að unglingarnir lifi sam- an í reynsluhjónaböndum, en lifi annars saman laust og hundið, eftir því sem þeim nú einu sinni sýnist. Suínir V1lja jafnvel, að fóstureyðing verði lögleidd — og svona fram eftir götunum. Þánnig er skrafað og skráð, en er þetta i raun og veru skoðun æsku nútímans? Um það er mikið efast. t*að er satt, að hún er miklu frjálsari og hisp.urslaus- ari og óprúttnari i munninum um þessi mál en eldri kynslóðin. En þrátt fyrir talið og framkomuna, er ég einn þeirra, sem efast um, að æskan sé eins i þessum nialum og flestir rithöfundarnir lýsa henni. Ég ætla ekki að fara að taka bein dæmi af sóðalegum lýsingum á llví sviði. Ég er að vona, að ég hafi eklti hendur til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.