Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 52

Kirkjuritið - 01.01.1936, Side 52
1(5 íslenzkar bæknr. Kirkjurilið. .,Fyrir mitt leyti er ég nú meir en ánægður með timans mikia intellectualismi þar sem vitið á að hafa 8 rélti til malar i livert mál, en hjartað fær eintóman reykinn af réttunum". Margt er merkilegl i bréfunum um ástaiul þjóðar vorrar og aldarfar um þetta 00 ára tímabil, sem þau ná yfir. En mest er þó um það vert, hve lýsing sú cr skýr og ógleymanleg, sem bréfin gefa oss at' sjálfu þjóðskáldinu voru góða. Vér fáum að skygnast inn í sál hans, fáum að kynnast hugsunum hans og tilfinningum og hinum margbreytilegu hugðarefnum. Um hann var sagt á aldarafmælinu, rétt og spaklega: „Borg hans stóð á víðum völlum. Uann reisti skála sinn um þjóðbraul þvera og veitti beina öllum, sem um fóru“. Löndum sinurn veitti hann and- legan beina með andríku ljóðunum sínum. En hann þáði einnig beina ,af öðrum og neytti með áfergju hins þyrsta og hungraða manns af veigum þeim og andlegri fæðu, er stórmenni tímans réltu að hoiium. Hann vildi kynnasl öllu, sem liann áleit að gildi gæti haft fyrir sjálfan hann og samtíð lians. Alla æfi var hann leitandi sái, sem sífelt var að lesa og luigsa og velta fyrir sér vandamálum lífsins. Þessvegna hafði liann svo megna óbeit á öllum þekkingarhroka og gat verið harðorður um þá menn, er álitu sig hafa kannað lil botns alla leyndardóma lífsins. I bréfi 1885 (bls. 339) segir liann: „Mér er illa við öll hænsni, sem stæra sig af vanlrú og guðleysi og þykjasl vera öllum vifr- ari þeir eru kaldegg, sem þarf að kasta í sjóinn". En árið 1892 (bls. 595) talar hann um „spekinga, sem ætla að troða Skaparanum og hans eilífu dýrð ofan í vestisvasa sinnar verald- arspeki". — Sjálfur fann hann til Jiess, hve skilningur hans náði skamt, þótt hann alla æfi væri að leitast viö að ráða sein flestar gátur lífsins. Þessi auðmýkt hans hirtist víða í bréfunum. Honum finst eins og guðdómurinn hvísli að sér, þegar hann sé „úrillur og óþægur“ og heimli að sjá ,.naglaförin“: „Sliltu þig, hróið mitt, þú ert óviti, en senn vitkast þú betur“ (bls. 752). Þetta er í bréfi, er hann ritar þriðja síðasta æfiór sitt. En næstsíðasta æfiárið endurtekur hann fyrsta erindið úr „Stök- um í leiðindum“: „Bráðum kveð ég fólk og frón og fer i mína kistu; rétt að segja sama flón, sem ég var í l'yrstu" (bls. (571). Bréfin sýna oss svo djúpt inn í sál séra Matthíasar, að oss finst sein engu sé þar reynt að leyna, hvort sem það er honum til lofs eða lasts. Vér sjáum hann fyrir oss ýmist sjúkan á sál eða líkama, órólegan, hrjáðan af efasemdum, veikan sem blakt- andi strá — eða glaðan og ærslafenginn, sterkan og öruggan, stællan í slríði lífsins. Vér sjáum mikilmennið, sem er nógu stórt lil þess, að hann geti leyft öðrum að horfa á veikleika sinn, ekki

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.