Kirkjuritið - 01.01.1937, Side 28

Kirkjuritið - 01.01.1937, Side 28
22 A. G.: Vestur-íslendingar. Kirkjuritið. þeirra eru full af fréltum héðan að heiman. Þeir fylgj- ast með öllu, sem hér gerist, af lífi og sál. Þeir hafa iðu- lega stutt framfarámál vor af rausn og áhuga. Þeir leggja kapp á að vernda tungu sína og þjóðerni. Þeir vilja, að þættirnir, sem tengja þá við ísland, styrkist og verði órofaþættir. Þessum falslausa bróðurhug niegum vér ekki taka með tómlæti. Handtakið i milli skyldi treysta betur og betur. Hvernig það mætti verða, gæti orðið efni i margar greinar í blöðum og tímaritum, því að málið er fjöl- iiliða. En sú lilið, sem að Kirkjuritinu snýr, er þessi: Hvernig má treysta samhand milli safnaðanna vestan hafs og kirkju íslands? Ég veit, að sú spurning er lil umræðu meðal ýmsra áhugasamra kirkjumanna vestan liafs. Það væri einnig eðlilegt, að hún væri rædd hér á íslandi, og mun heimilt rúm í Kirkjuritinu fyrir góðar greinar um það efni. En það, sem ritstj. vill leggja til þeirra mála á þessu stigi, er fyrst og fremst þetla: Islendingar austan hafs og vestan skiflist á ungum og efnilegum mönnum með stúdentsmentun og sjái þeim fyrir sem beztum kjörum. Dvölin verði þeim ódýr og ferð með íslenzkum skipum fram og aftur. Vestur- íslendingarnir búi sig undir prestsstarfið vestan liafs með námi hér við guðfræðisdeild Háskólans og kvnni sér jafnframt kirkjuleg störf í landinu. En Islendingarnir héðan að heiman afli sér einkum þekkingar vestra á verklegum vísindum og verzlun og athugi í samráði við Vestur-íslendinga helztu leiðir til beinna og stöðugra viðskifta milli þjóðarbrotanna báðu megin liafsins. Það myndi ekki heldur verða tilgangslaust í þessu sambandi. Ef þannig verður byrjað, þá mun fleira á eftir fara og æskan halda áfram að leggja þessum málum örv- andi hönd. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.