Kirkjuritið - 01.01.1937, Page 36

Kirkjuritið - 01.01.1937, Page 36
KirkjuritiÖ. FRÁ LUNDARPRESTUM Á 19. ÖLD. Lundarreykjadalur eða Reykjadalur svðri, eins og liann var nefndur í fornöld, er nálega 27 rastir að vega- lengd. Hann er skýrt takmarkaður af tveim snarbrött- um hálsum. Liggur liann sem aðrir dalir Borgarfjarðar frá austri til vesturs. Bærinn Lundur stendur neðan til um miðjan dalinn norðan megin. Það er fögur jörð, stórt tún við rætur liárrar hlíðar og út frá því grasgefnar engjar. Þar er bú- sældarlegt umhverfi og nokkurar glæsilegar jarðir svo að segja á næstu grösum. Dalurinn er einn lireppur og eiga allir hreppsbúar kirkjusókn að Lundi. Með fram Grímsá, sem rennnr eftir dalnum, er víða ágætur reiðvegur að sumarlagi; hefur hann verið notað- ur af góðum reiðmönnum, sem löngum liafa verið þar í og með, bæði í presta- og bændastétt. A 19. öld voru lika nokkurir bændur bæði i Lundar- og' Fitjasókn ölkærir og óheflaðir. Uxu sumir þeirra prestunum vfir liöfuð og létu þá lúta í lægra haldi. — Á þeim árum áttu prestar því víðast að venjast að hafa í fullu tré við sóknarbænd- ur sína. Flestir 19. aldar prestar urðu heldur lausir í sessi á Lundi, en til þess hafa vísl legið fleiri orsakir en bændaveldi.---Af þeim bændum, sem taldir voru mestir fyrir sér i Lundar- og Fitjasókn á þeim árum, er hér um ræðir, vil ég nefna: Jón Þórðarson á Gullhera- stöðum, föður Tómasar á Skarði, Bjarna Hermanns- son hreppstjóra í Vatnshorni og Guðmund Þorvaldsson á Háafelli. Sumir þessara bænda voru ertnir við vín, en aðrir uppstökkir. Eldu þeir því löngum grátt silfur og lét enginn þeirra sinn hlut fvr en í fulla hnefana. — Á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.