Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 5

Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 5
5 Spaða þrír. Sá sem spyr mun ferðast á sjó og um borð á skipi, munhann komastí kynni við mann, sem mun hafa mjög góð áhrif á framtíð hans. Spaða fjórir. Sá sem spyr er elskaður; ef hann stendur ekki á móti því verður hann láns- maður. Spaða fimm. Sá sem spyr, á í vændum mikið stríð en alt mun enda vel, og hann mun verða mjög gamall. Spaða sex boðar heimboð, frá góðuin kunn- ingja. Spaða sjö. Sá sem spyr nrun bráðlega fá brjef. Spaða átta merkir að alt stríð og barátta mun bráðum enda, og sá sem spyr á í vænduin góða frámtíð. Spaða nía. Ef þú ert trúr yfir því litla sem þú ert nú settur yfir, muntu bráðlega verða settur yfir meira. Spaða tía merkir sorg, mótlæti og lífsháska. Spaðagosi merkir vondan mann sem reynir. að vinna tjón með slægð og undirferli. Spaða drotning rnerkir auðuga konu en fremur einfalda sem sá er spyr, mun komast í kinni við en hljóta lítið gott af. Spaða kóngur. Sá sem fær upp þctta spil mun lenda í miklu þrasi og málaferlum, en bera þó urn síðir hærri hluta. Þeir sem vilja spyrja spilin, eftir þessumregl- um eiga að draga átta spil úr heilum pakka af spilum, og leggja þau jafnóðum í röð á borðið, og lesa svo úr þeim eftir þeirri merkingu sem að framan er gefin.

x

Jólakötturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakötturinn
https://timarit.is/publication/445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.