Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 10

Jólakötturinn - 24.12.1910, Blaðsíða 10
10 að hreinsa þau eða hafa fleiri en tvö, boðar góða vini, og trúa þjóna; að hafa þau full með korn, boðar auð. — Epli. Að eta þau ef þau eru sæt og góð, boðar hamingju og hreina ást, ef þau eru súr eða skemd ósamlyndi, veikindi. Eplatrje með þroskuðum ávöxtum, hamingju. F Fall. Að dreyma að maður falli niður, vanvirðu; að falla niður í sjó eða vatn, boðar tjón á eignum eða heiðri. Ferðast eftir beinum sljettum vegi í draumi boðar glæsilega framtíð, en ef vegurinn er grýttur eða bugðóttur boðar að dtaummaður mun hafa marga erfiðleika við að stríða. Fingur. Að brenna þá boðar skömm, að skera þá eða meiða, tjón, eða vina og þjóna missir; að hafa fleiri en fimm, nýja vini og ábata. Fiskar. Ef einhvern dreymir að hann sjer eða veiðir stóra lifandi fiska, boðar gróða, að sjá fiska af mismunandi litum boðar sorg og mótlæti. Að veiða dauðan fisk, vonbrygði; að sjá fiskinet boðar regn eða veðrabrygði. — Fuglar. Að sjá þá berjast, boðar freist- ingu; ef þeir fljúga yfir höfuð þjer, tjón; að handasama þá lifandi, — ábata, — að drepa þá, óhamingju, — að skjóta á þá og

x

Jólakötturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakötturinn
https://timarit.is/publication/445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.