Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Page 32

Kirkjuritið - 01.09.1949, Page 32
190 KIRKJURITIÐ henni liggur þyngst á hjarta. Minnimáttarkenndin gagn- tekur hana, eða hún fyllist bræði út í allt og alla, og ástand hennar verður enn vonlausara en áður. — Verði presturinn hinsvegar um of hversdagslegur er hætta á, að hann missi fljótlega virðingu sóknarbarna sinna og menn fari að gera sér dælt við hann. Slíkt leiðir aldrei til neins trúnaðar. Þess er þá heldur ekki vænzt, að hann geti hjálpað, þegar úr vöndu er að ráða. Hann er þá ekki heldur í neinum lifandi tengslum við fólkið. — Því finnst hann þýðingarlaus. Það gerir sig enginn að meiri manni en hann er, og enginn sómakær maður vill heldur verða minni maður en hann er. „Embætti þitt geta allir séð, en ertu, sem ber það, maður,“ segir Einar Benediktsson. Það, sem presturinn þarf umfram allt að gera, er að koma fram eins og hann á að sér, blátt áfram, hjartahlýr og fóm- fús, um leið og hann gerir persónuleika sinn gildandi, án þess þó að ýkja. Hann má aldrei þykjast annað en hann er sjálfur — umfram allt ekki stæla aðra eða leika. Þessvegna má hann ekki ganga með einhvern ógnþrunginn og íbygginn embættismannssvip eða fas, og þessvegna má hann heldur ekki gera sig um of elskulegan, því að þá verður framkoma hans mærðarleg. Hann verður að vera eins og hann er. Hann verður að hætta á það, því að sem sálusorgari verður hann hreint og beint að gefa sjálfan sig — fórna sér, þá er allt í lagi, því að þá kemur hann fram af einlægni hjartans, án manngreinarálits, háttvís, lipur og nærgætinn. Því að Eitt bros — getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt. Aðgát skal höfð á nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.